Nýtt útlit á heimasíðu FIT

Hilmar Harðarson
Hilmar Harðarson, formaður FIT

Heimasíða FIT hefur fengið nýtt útlit. Vefurinn er hannaður af Erni Smára og þróaður af AP Media í samstarfi við Object. Útlitslyfting vefsins gerir hann bæði nútímalegri og notendavænni.

Aukið hefur verið vægi margmiðlunarefnis. Félagsmenn geta skoðað myndir frá atburðum tengdum FIT á auðveldari hátt en áður. Einnig er komin myndbandaveita þar sem hægt er að skoða myndbönd frá FIT. Útgefið efni svo sem fréttablað FIT hefur einnig verið gert hærra undir höfði og slíkt efni mun koma inn í ríkari mæli.

Fréttir á forsíðu hafa nú aukið vægi, svo félagsmenn sjá auðveldlega hvað FIT er að gera í þeirra þágu. Viðburðadagatali hefur verið bætt á síðuna, þannig að nú geta félagsmenn fylgst með því helsta sem er um að vera hverju sinni. Einnig mun félagið vera í reglulegu sambandi við félagsmenn sína með tölvupósti og láta þá vita af því helsta sem er í gangi hverju sinni.

Efni síðunnar hefur verið yfirfarið og uppfært. Þær breytingar sem meðal annars hafa verið gerðar eru á yfirflokkum og eru nýjir flokkar kjaramál, útgefið efni og sjóðir. Með þessum breytingum er von um að félagsmenn FIT geti á auðveldari hátt nálgast upplýsingar af heimasíðunni.