Ræðst á næstu dögum hvort samningar takast

Síðustu daga hefur verið unnið að því ljúka kjarasamningum og er nú svo komið að það ræðst á næstu sólahringum hvort samningarnir takast eða ekki. Við höfum lagt áherslu á að fyrir 29. apríl liggi fyrir hvort samningar takist eða ekki.
Ef samningar takast ekki fyrir þann tíma verður aðgerðarplanið sett í gang og farið í atkvæðagreiðslu um aðgerðir.

Helgin verður undir og hver mínúta nýtt til að ljúka samningum en á þessari stundu liggur ekkert fyrir um hvort það takist. 

Fyrir þá sem eru að reikna út laun núna, er ekkert annað í stöðunni en að nota núverandi laun og orlofsuppbót síðasta árs (fyrir þá sem eru að greiða hana núna) og gera svo leiðréttingu þegar samningar hafa náðst og búið er að kjósa, verði samningarnir samþykktir.

Við munum birta fréttir af gangi mála hér á heimasíðu FIT og á Facebbok síðu okkar, jafnharðan og við fáum einhverjar upplýsingar.

Gleðilegt sumar!

Folk umraeda