Málmiðnaðarmenn stoltir og ánægðir í starfi.

Hilmar Harðarson
Hilmar Harðarson, formaður FIT

Yngstu mennirnir líklegir til vilja róa á önnur mið á næstu árum.

 

86,6% málmiðnaðarmanna segjast ánægðir í núverandi starfi og fjórir af hverjum fimm meðal þeirra eru áhugasamir um kynna sér nýjungar í faggrein sinni. Tæpur helmingur málmiðnaðarmanna hefur meira en 20 ára starfsreynslu í faggrein sinni og líklegast er þeir sem lokið hafa sveinsprófi en vinna ekki við sína grein í dag eigi minna en fimm ára starfsaldur í greininni baki.

 

Yngstu málmiðnaðarmennirnir, eru líka þeir sem telja minnstar líkur á þeir verði enn störfum í sinni grein liðnum fimm árum. Þeir yngstu eru líka óánægðastir með þann undirbúning sem iðnnámið veitti þeim undir starf í sinni faggrein.

 

Þessar niðurstöður lesa út úr skoðanakönnun sem IÐAN lét gera var undir lok síðasta árs meðal íslenskra málmiðnaðarmanna, sem luku sveinsprófi á árunum 1980-2009. Svör bárust frá 475 manns. Af þeim höfðu 80,4% lokið sveinsprófi í vélvirkjun eða vélsmíði, 9,2% í blikksmíði, 5,9% í rennismíði en 4,6% í plötu-, ketil- og stálsmíði. Í upphaflega úrtakinu voru allir þeir sem luku sveinsprófi í rennismíði eða plötu- og ketil- og stálsmíði á þessu tímabili.

 

73,6% svarendanna starfa við faggrein sína í dagaðeins helmingur þeirra sem eru yngri en 35 ára, en um og yfir þrír fjórðu í öðrum aldurshópum. Yngsti hópurinn er jafnframt sem helst hefur lokið háskólagráðu, auk sveinsprófsins.

 

72% svarenda eru launþegar, 9% eru sjálfstætt starfandi einyrkjar en um 10% atvinnurekendur.

 

Aðeins um 2,3% þeirra sem luku sveinsprófi störfuðu aldrei við sína faggrein. Tæpur helmingur svarendanna hefur hins vegar meira en 21 árs starfsaldur baki innan greinarinnar. Nánar tiltekið er starfsaldri hópsins þannig háttað 11,2% hafa starfað fimm ár eða minna í sinni faggrein, 10,3% hafa starfsaldur á bilinu 6-10 ár. 29,5% hafa unnið við sína grein í 11-20 ár en 32,4% í 21-30 ár og 14,2% í 31 ár eða lengur. Af þeim sem hafa minni en fimm ára starfsreynslu í sinni grein eru þrír af hverjum fjórum ekki starfandi við þá grein í dag.

 

Þá hafa 64% þeirra sem luku sveinsprófi í málmiðnaði á árunum 1980-2009 lokið annarri menntun en sveinsprófinu. 11,7% hafa lokið meistaraprófi; 24,2% réttindanámi á borð við vinnuvélaréttindi eða aukin ökuréttindi, vélstjórn, skipstjóraréttindi, eða flugvirkjun; 11,6% háskólagráðu; 9,9% sveinsprófi í annarri iðngrein og 2,8% höfðu lokið stúdentsprófi.

 

Af þeim sem voru yngri en 35 ára og höfðu lokið viðbótarnámi höfðu 31,8% lokið háskólagráðu.

 

92,9% svarenda segjast vera stoltir í starfi sínu, þar af segjast tæp 60% vera mjög stoltir en 33,2% frekar stoltir. Einungis 1,1% segjast ekki vera stoltir í starfi en hjá 6% er stoltið í meðaltali. Í ljósi þessa mikla stolts kemur ekki á óvart 87,4% segjast mjög ánægðir eða frekar ánægðir í núverandi starfi sínu þegar á heildina er litið, 11% segja starfaánægjuna í meðallagi en 2,4% segjast vera frekar óánægðir. Þeir sem ekki eru starfandi í þeirri grein sem þeir luku sveinsprófi í mælast eilítið ánægðari í starfi en hinir.

 

65,6% telja stafsöryggi mikið í sinni faggrein, 20,6% telja starfsöryggið í meðallagi en 13,8% telja það lítið.

 

Yfirgnæfandi meirihluti svarenda telur iðnnámið og sveinsprófið hafi búið þá vel undir starf í faggreininni. 33,1% segist hafa komið mjög vel undirbúnir til starfa í faggreininni eftir námið, 41,5% segjast hafa verið frekar vel undirbúnir. 17,6% telja undirbúningur sem námið veitti hafi verið í meðallagi. Hlutfallið þeirra sem eru ánægðir með námið er hæst meðal vélvirkja og vélsmiða en blikksmiðir eru hlutfallslega flestir í hópi þeirra 7,9% sem telja námið hafi búið þá illa undir starf í faggreininni.

 

Einnig er greinilegt þeir sem útskrifast hafa á síðustu árum, eða á bilinu 2001 til 2009, eru líklegri til þess telja námið hafi ekki búið þá vel undir starf í faggrein sinni heldur en þeir sem útskrifuðust fyrr en réttur þriðjungur úr þeim hópi telur námið hafa búið sig illa undir starf í faggreininni.

 

Sérfræðingar fyrirtækisins Maskínu, sem vann könnunina, taka fram greinileg fylgni milli ánægju með námið og starfsánægju, þannig þeir sem því verr sem menn telja námið hafi búið þá undir starfið því minni starfsánægjan.

 

Um það bil fjórir af hverjum fimm svarendum sögðust hafa mikinn áhuga á kynnast nýjungum í faggrein sinni en rúm 9% höfðu lítinn áhuga á slíku.

 

Spurt var hvort málmiðnaðarmenn myndu mæla með því við ungt fólk hefja nám í sinni iðngrein. 83,5% svöruðu því játandi, 11,8% neitandi en 4,8% sögðust ekki vita það. Rennismiðir voru líklegastir til mæla með námi í sinni iðngrein en plötu-, ketil- og stálsmiðir ólíklegastir.

 

Þeir sem ekki vildu mæla með náminu voru spurðir hvers vegna það væri og sögðu 55,1% þess hóps aðalástæðuna vera léleg laun.

 

52% svarenda sögðust hafa séð upplýsingar frá IÐUNNI fræðslusetri á síðustu sex mánuðum um námskeið sem væru í boði fyrir þá. Hjá þeim sem enn eru starfandi í sinni iðngrein var þetta hlutfall 59%. 52,3% voru ánægðir með framboð á símenntun í faggrein sinni.

 

Hins vegar kom í ljós 72,5% svarenda hafa ekki sótt nein námskeið síðastliðin tvö ár. Flestir34,5% - segja það hafi verið vegna tímaleysis en 22% telja áhugaverð námskeið hafi ekki verið í boði. Þá segjast 9,9% vera áhugalausir um sækja námskeið.

 

Spurt var hvaða námskeið eða nám mönnum fyndist helst vanta þeir ættu kost á sækja og komu þar fram fleiri tugir hugmynda. 16,8% nefndu tölvunámskeið, 14,25 rafmagnsnámskeið, en 11,5% námskeið í umbroti, hönnun, teiknun eða myndvinnslu.

 

Einnig kom fram 65% svarenda segjast ánægðir með möguleika sína á þróast í starfi sem fagmaður. 9,1% sögðust óánægðir með þá möguleika.

 

Næstum sextíu prósent segja stjórnendur skapi svigrúm fyrir starfsþróun en næstum fimmtungur segir ekki svo vera.

 

Spurt var hvort málmiðnaðarmenn hefðu áhuga á starfa tímabundið við sitt fag í öðru landi en Íslandi og lýstu 36,6% miklum eða frekar miklum áhuga á þeim möguleika, 16% sögðu áhugann í meðallagi en 47,6% sögðust ekki haf áhuga á slíku. Því yngri sem svarendur voru því líklegri voru þeir til hafa hug á spreyta sig í starfi erlendis.

 

Einnig kom fram því yngri sem svarendur voru því ólíklegra töldu þeir þeir yrðu áfram starfandi í málmiðnaði eftir tiltekinn árafjölda. Af heildinni sögðust 70,3% telja þeir yrðu enn við störf í faginu eftir fimm ár, 55,8% sögðust enn verða í greininni eftir 10 ár og 23,4% sögðust reikna með starfa enn í greininni 20 árum liðnum.

Þegar einungis er horft til þeirra sem starfa í greininni í dag er hlutfallið hins vegar mun hærra. Þá segjast 86,7% reikna með vera enn starfandi í sínu fagi eftir fimm ár, 83,8% eftir 10 ár og 45,2% eftir 20 ár.

 

Blikksmiðir eru líklegastir til róa á önnur mið. 40% í þeirra hópi, búast við starfa ekki í greininni eftir fimm ár.


Sjá meðfylgjandi glærur með svörum við ákveðnum spurningum.