Það hefur færst í vöxt að félagsmenn nýti húsin á veturna.  Enda er útivist að vetri til orðin mjög vinsæl og notalegt að eiga stund með ástvinum og vinum fjarri skarkala borgarinnar og nauðsynlegt að láta svolítið eftir sér yfir þessa dimmu mánuði.
Vart er þörf að nefna nauðsyn þess að vera við öllu búin á ferðum um vegi landsins yfir vetrartímann. Eins og við bendum reglulega á þá ber ýmislegt að varast þegar farið er í bústað að vetri til en þó er aðal atriðið ávallt að hafa fyrirhyggjuna í fyrirrúmi. Veður getur breyst með skömmum fyrirvara. Við minnum einnig á mikilvægi þess að menn séu á vel búnum bifreiðum og létt skófla ætti ætíð að vera með í för. Góður hlífðarfatnaður er að sjálfsögðu nauðsynlegur í allar vetrarferðir. Ávalt skal athuga með veðurhorfur áður en ákveðið er að fara í orlofshús og um veðurspá og viðvaranir má lesa hér; http://www.vedur.is/vidvaranir
Umgengni félagsmanna FIT í orlofshúsum félagsins er að jafnaði mjög góð og til mikillar fyrirmyndar en því miður kemur það fyrir að gestir í orlofshúsum okkar ganga illa um og þrífa ekki við brottför. Ef eitthvað er athugavert við umgengni eða þrifnað húsanna við komu þá bendum við á að hafa samband við viðkomandi þjónustuaðila.
Það er óvíst að heitir pottar virki sem skyldi, kólni mikið á þeim svæðum sem kaldast er og hefur stundum einnig borið á heitavatnsskorti. Félagið getur ekki ábyrgst að hægt sé að láta renna í potta allsstaðar þegar frís og alls ekki má skrúfa fyrir vatnsinntak í bústöðunum. Sums staðar hefur verið skrúfað fyrir heita vatnið og þá frosið í lögnum með tilheyrandi viðgerðum og fyrirhöfn fyrir félagið. Upplýsingar varðandi Úthlíð; Það er mokað alltaf á föstudögum (þegar snjóar) og svo aftur á sunnudögum og þau eru að sjálfsögðu alltaf tilbúin að reyna að aðstoða gesti og gangandi eftir mætti.
Gangi ykkur sem allra best á næstkomandi vetrarmánuðum. 
Góða ferð og njótið dvalarinnar.
Ondverdarnes vetur

Orlofsuppbót greiðist þann 1. júní. Orlofsuppbótin 2021 er kr. 52.000. 

Orlof2020

Orlofsuppbótin, að meðtöldu orlofi, greiðist miðað við starfshlutfall og starfstíma á orlofsárinu frá 1. maí til 30. apríl.

Öllum starfsmönnum sem verið hafa samfellt í starfi hjá atvinnurekanda í 12 vikur á síðustu 12 mánuðum m.v. 30. apríl eða eru í starfi 1.maí er greidd orlofsuppbót.

Húsasmiðir og pípulagningamenn í ákvæðisvinnu fá greidda orlofsuppbót líkt og aðrir.

Iðnnemar í fullu starfi hjá fyrirtæki á námstíma fá fulla orlofsuppbót.

Fullt starf telst vera 45 unnar vikur eða meira fyrir utan orlof.

Áunna orlofsuppbót skal gera upp samhliða starfslokum verði þau fyrir gjalddaga uppbótarinnar.

> Sjá reiknivél fyrir útreikning orlofsuppbótar.

 

jolakulur2.jpg

 

Desemberuppbótin á almennum markaði, að meðtöldu orlofi, er kr. 96.000 og skal greiðast í síðasta lagi 15. desember miðað við starfshlutfall og starfstíma.

Starfsmenn sem verið hafa samfellt í starfi hjá atvinnurekanda í 12 vikur á síðustu 12 mánuðum eða eru í starfi 1. desember eiga rétt á desemberuppbót.

Starfsmenn í ákvæðisvinnu fá greidda desemberuppbót líkt og aðrir.

Sá tími sem starfsmaður er í fæðingarorlofi telst sem starfstími við útreikning desemberuppbótar.

Iðnnemar í fullu starfi hjá fyrirtæki á námstíma fá fulla desemberuppbót.

Fullt starf telst vera 45 unnar vikur eða meira fyrir utan orlof.

Desemberuppbót, að meðtöldu orlofi, er 96.000. kr. fyrir eftirtalda kjarasamninga:

Samtök atvinnulífsins

Bílgreinasambandið

Félag pípulagningameistara

Félag ráðgjafarverkfæðinga

Meistarasamband bygingamanna

Ríkið

Snyrtifræðingar

Samband garðyrkjubænda 

Upphæð desemberuppbótar í eftirtöldum kjarasamningum er:

Kirkjugarðar Reykjavíkur  106.100. kr.

Landvirkjun 138.757. kr. 

Norðurál 238.923. kr.

Orkuveita Reykjavíkur 111.300. kr.

Reykjavíkurborg 104.100. kr.

Samband íslenskra sveitafélga 121.700. kr.

Strætó 104.100. kr.

ISAL - Starfsmaður sem í nóvemberlok hefur unnið samfleytt hjá ISAL í eitt ár eða lengur skal fá greidda desemberuppbót. Orlofs- og desemberuppbót skal nema hálfum byrjunarlaunum 14 launaflokks að viðbættu 2ja ára sveinsbréfsálagi og ferðapeningum. Desemberuppbótin er greitt með nóvemberlaunum. Starfsmenn með skemmri starfstíma og þeir sem ráðnir eru í hlutastarf fá hlutfallslegar greiðslur að undanskildum þeim sem starfa samkvæmt fylgiskjali (19) sjá lið 6.2. kjarasamnings.

Sumarmynd FIT 2008.

FIT efnir til ljósmyndasamkeppni meðal félagsmanna sinna, "sumarmynd FIT 2008".
 

Þátttakendur senda inn myndir á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. ásamt skýringum á myndinni,netfangi og símanúmeri. Skilafrestur er til 15.september 2008. Myndefnið á að vera frá sumarfríi félagsmannsins hérlendis eða erlendis áþessu ári.
 

Verðlaun fyrir fyrstu 3 sætin er gisting í viku í orlofshúsum félagsins í vetur. Auk þess verða allar innsendar myndir birtar í ljósmyndaalbúmi á heimasíðunni að lokinni keppni.
 

FIT áskilur sér rétt til að birta innsendar myndir í fréttabréfi eða á heimasíðu félagsins án greiðslu.

 

hilmar c

Þessa dagana er verið að gera skoðanakönnun meðal félagsmanna um áherslumál í komandi kjarasamningum. Könnunin verður opnuð á milli jóla og nýárs og mun standa til 15. janúar. Ég hvet alla félagsmenn til þess að taka þátt í könnuninni, því betri sem þátttakan verður, því betri og réttari verða skilaboðin til félagsins varðandi komandi samninga.

Engin sátt nema allir taki þátt

Kjarasamningar eru stóra verkefnið framundan. Viðræður um nýjan samning eru hafnar við Ísal og Norðurál. Einnig standa yfir sérkjaraviðæður við SA, Reykjavíkurborg, sveitarfélögin og ríkið auk annarra aðila. Fljótlega eftir áramót verður farið að ræða launalið nýrra kjarasamninga á almenna vinnumarkaðnum.

Við upphaf samningalotunnar nú eru ýmis jákvæð teikn á lofti en annað veldur vonbrigðum. Góðu fréttirnar eru m.a. þær að atvinnuástand er gott og segja má að full atvinna sé nú í landinu. Farið er að bera á að einn og einn iðnaðarmaður, sem fluttist til útlanda eftir hrun, sé farinn að snúa heim.

Enn getur þó brugðið til beggja vona hvað það varðar. Enginn skortur er á áhugaverðum atvinnutækifærum fyrir íslenska iðnaðarmenn í nágrannalöndunum. Starfskraftar þeirra eru eftirsóttir erlendis, ekki síður en starfskraftar annarra stétta.

Eins og félagsmönnum er líklega í fersku minni var gengið frá kjarasamningum á aðventunni í fyrra. Gerður var svonefndur aðfararsamningur, til eins árs. Lögð var áhersla á kaupmáttaraukningu og hóflegar hækkanir. Orðið aðfararsamningur felur í sér fyrirheit um frekari kjarabætur í náinni framtíð.

Helstu forsendur aðfararsamningsins gengu eftir, verðbólga hefur verið lítil og verðlag stöðugt. Í heildina er batinn hægari en vonir stóðu til. Ekki er hægt að segja annað en að það sem fram kom í fjárlagafrumvarpinu séu kaldar kveðjur til okkar launamanna. Lengi hefur verið talað um að jafna lífeyrisréttindi milli almenna og opinbera geirans en afnám jöfnunar á örorkubyrði hefur þau áhrif að lífeyrisjóðir á almenna markaðinum verða að skerða réttindi sem leiðir ekki til aukinnar jöfnunar.

Virða ekki skuldbindingu gagnvart samfélaginu

Eitt af því sem veldur vonbrigðum er að þótt fyrirtækin hafi skilað góðum hagnaði hafa eigendur þeirra tekið hann út sem arð en ekki lækkað vöruverð til almennings. Þetta er dapurleg staðfesting á að fyrirtækin virða ekki þá skuldbindingu að skila út í samfélagið árangrinum sem hefur náðst vegna ábyrgrar kröfugerðar og samningsafstöðu verkalýðsfélaganna. Einnig eru vonbrigði að þótt gengi krónunnar hafi styrkst hefur það heldur ekki skilað sér í lægra vöruverði til neytenda.

Ekki er hægt að ætlast til af launafólki á almennum vinnumarkaði, að það leggi fram það sem þarf til að búa til hagvöxt og arð í þjóðfélaginu en síðan komi aðrir og taki til sín alla uppskeruna. Ef til stendur að halda áfram að ræða um samstöðu í komandi kjarasamningum, verða allir að taka þátt í henni. Það er ljóst að félög á almennum markaði munu ekki sitja hjá á meðan aðrar stéttir semja um tuga prósenta launahækkanir, m.a. við ríki og sveitarfélög, eins og dæmi eru um.

Á félags- og faggreinafundum sem haldnir voru víða um land á dögunum var m.a. farið yfir launaþróun og skoðaðar breytingar frá 2006. Fjallað er um efni fundanna í Fréttabréfinu og glærur af fundunum eru á heimasíðu félagsins.

Vörugjaldalækkun skili sér út í verðlagið

Þessa dagana er Alþingi að afgreiða hækkun á virðisaukaskatti á matvæli og fleira en afnema um leið vörugjöld af ýmsum innflutningi. Verkalýðshreyfingin mun fylgja því eftir að lækkun vörugjalda skili sér að fullu út í verðlagið og fylgjast með því um áramótin að ríki og sveitarfélög velti ekki kostnaði af launahækkunum einstakra hópa opinberra starfsmanna yfir á herðar almennings, með hækkunum á gjaldskrám fyrir opinbera þjónustu. Að lokum vil ég óska félagsmönnum öllum og fjölskyldum þeirra gleðilegrar hátíðar og velfarnaðar á nýju ári.

Með félagskveðju

Hilmar Harðarson

 

 


Hilmar Harðarson
Formaður

- Sameiningar hafa eflt félagið gríðarlega

Hilmar Harðarson er formaður og framkvæmdastjóri Félags iðn- og tæknigreina. Félagið varð til á vormánuðum árið 2003 þegar Bíliðnafélagið - Félag blikksmiða, Málarafélag Reykjavíkur, Sunniðn, Félag byggingaiðnaðarmanna í   Hafnarfirði og Félag garðyrkjumanna sameinuðust. Seinna bættust við Sveinafélag málmiðnaðarmanna á Akranesi, Iðnsveinafélag Suðurnesja, Sveinafélag járniðnaðarmanna í Vestmannaeyjum og Sveinafélag pípulagningarmanna. Hilmar segir að félagið sé stéttar- og fagfélag fyrir iðn- og tæknigreinar í nútíma samfélagi með áherslu á hagsmunagæslu og menntun fyrir félaga sína. Félagsmenn eru tæplega 4000 talsins og fer fjölgandi enda erum við stærsta einstaka iðnaðarmannafélagið á landinu, og mikil gróska í félaginu. 
“Í upphafi voru efasemdir um að þessi ólíku félög ættu samleið en það er ljóst að allir sprotar félagsins hafa eflst við sameininguna”, segir Hilmar. Hann segir að allir séu að vinna að sömu markmiðum og nú hafi verið náð hagkvæmari rekstri á félagseiningunni og því sé meira fé í að efla bæði endurmenntun og fræðslu á meðal félagsmanna. Nýi kjarasamningurinn kemur í fyrsta skipti inn á endurmenntun á launum. Þar eru mikil sóknarfæri fyrir félagið að ná til þess fólks sem vill frekar sinna faglegum en ekki pólitískum málum í félagsstarfinu. Við höfum verið að halda sérstaka faggreinafundi, þar sem menn í öllum greinum félagsins hittast og ræða faglegan þátt sinnar greinar. Þeir fundir hefjast gjarnan á sameiginlegum fundi þar sem haldnir eru áhugaverðir fyrirlestrar og svo skiptast hóparnir upp og hver grein heldur fund um sín mál. segir Hilmar. ,,Við erum að sameina nokkrar ólíkar greinar en iðnaðarmenn á Íslandi eiga mjög margt sameiginlegt. Til dæmis eiga garðyrkjumaðurinn og málarinn sameiginlega hagsmuni í launum og kjörum þó faglegu þættirnir séu ólíkir. Sameiginlega geta þeir verið þátttakendur í sterku og öflugu félagi þar sem faggreinarnar fá að njóta sín.” Hilmar segir að aðalverkefni félagsins séu alltaf kjaramál og réttindamál þeirra greina sem standa að félaginu. ,,Auk þess erum við með öfluga sjóði, sjúkrasjóð, sem sífellt er að auka greiðslur og þjónustu, orlofssjóð sem margir öfunda okkur af, menntasjóð, sem innan fárra ára verður einn sá öflugasti, félagssjóð sem stendur mjög vel og góðan verkfallssjóð sem í dag vex og vex af vaxtatekjum. Við erum því gríðarlega öflugt félag á íslenskan mælikvarða”, segir Hilmar.
 

Aukin þjónusta

Hilmar segir að í nútíma samfélagi vilji félagsmenn fá þjónustuna nær sér. ,,Þess vegna erum við að taka vefinn okkar í gegn og munum leggja mikla áherslu á aukið þjónustustig þar, með upplýsingum um félagið og þjónustu þess ásamt rafrænum samskiptum. En að sjálfsögðu munum við taka fullt tillit til eldri félagsmanna og sú þjónusta sem við höfum verið með fyrir mun ekki skerðast við þessa auknu þjónustu á netinu. Hilmar segir einnig frá auknu framboði orlofsíbúða, en félagið býður upp á 27 orlofsbústaði víðs vegar um landið og tjaldvagna. ,,Við erum að taka íbúð í Vestmannaeyjum í gagnið sem við höfum endurnýjað mikið. Við erum nýlega búin að kaupa hús á Flórída og hafa viðtökurnar við því verið frábærar og nú erum við að skoða fleiri möguleika eins og kaup á íbúðum í Kaupmannahöfn og Berlín. Svo höfum við íbúð á Spáni sem okkar félagsmenn hafa einnig nýtt mikið á veturna. Síðan er verið að taka sumarhúsin okkar í gegn. Við viljum að fólk njóti dvalarinnar í orlofshúsum félagsins, og við þolum allan samanburð í þessum efnum, fá ef nokkur félög standa okkur á sporði í orlofsmálum”, segir Hilmar.

 

Nýir kjarasamningar

Hilmar segir að menn hafi tekist á við erfitt verkefni við gerð kjarasamninga. Það var haldin trúnaðarmannaráðstefna síðastliðið haust um hvað við ættum að leggja upp með í þessum kjarasamningum. Við fengum það hlutverk að semja um aukið frí og hækkun lægstu launa.,,Það er ljóst að efnahagsmálin hafa verið í uppnámi og miðað við stöðuna tel ég að við höfum náð ásættanlegum árangri. Niðurstaða kosninga um samningana sýnir að félagsmenn virðast einnig vera sáttir. Það var mikilvægt að hækka lægstu launin sérstaklega, annars hefði bilið enn aukist á milli greiddra launa og launataxtanna. Ef menn hækka ekki lægstu launin þá verður öryggisnet félagsmanna lægra. Við verðum að passa að launataxtar séu ekki allt of lágir því að á samdráttartímum eru launin það fyrsta sem ráðist er á við hagræðingu í rekstri fyrirtækja. Það er einnig ljóst að í þeim greinum þar sem ennþá er þensla og vöntun á starfsfólki, mun launaskrið halda áfram, segir Hilmar.

Hilmar segir að félagið hafi viljað kynna nýjan kjarasamning vel. ,,Við kynntum samninginn á mörgum mjög vel sóttum fundum með okkar félgsmönnum, allt frá Akranesi til Vestmannaeyja. Við náðum að skýra vel hvað þessi nýi kjarasamningur gengur út á. “Það sem stendur upp úr samningunum er auk hækkunar lægstu launa möguleikinn á endurmenntun á launum, sem er mál sem ég tel gríðarlega mikið framfaraspor, bæði fyrir starfsmenn og fyrirtækin. Þetta er nú komið inn í kjarasamninga og mun sanna sig á næstu árum, með þátttöku bæði stórra og smárra fyrirtækja. Einnig er ávinningur í verulegri breytingu á slysatryggingunum, þar sem náðist að tryggja hækkun á bótum fyrir þá sem eru yngri. Það er þó alveg ljóst að besta kjarabótin verður ef við náum verðbólgunni niður og að kaupmáttur helst áfram og jafnvel eykst. Við höfum þá trú að þessir kjarasamningar stuðli að verðbólguhjöðnun og kaupmáttaraukningu eins og ætlast er til af þeim og endurskoðunarákvæðin segja skýrt til um.

 

Starfið framundan

Hilmar segir það ljóst að samkeppni muni aukast á komandi árum á milli stéttarfélaga. ,,Tímarnir eru að breytast. Fólk er að spyrja hvað það fær fyrir sína aðild að stéttarfélögum. Við ætlum að gera okkar allra besta og standast samkeppnina “ við erum í forystu í dag og ætlum að vera það áfram”. Félaginu hefur gengið mjög vel á síðustu árum. Okkur hefur verið boðið á nokkra félagsfundi annarra félaga þar sem við höfum kynnt það sem við höfum verið að gera. Það hefur leitt til þess að menn vildu ganga til liðs við Félag iðn- og tæknigreina. Stærðin og hagkvæmnin er alltaf að aukast og vonandi mun félagið fá enn fleiri til liðs við sig á næstu misserum. Samlegaðaráhrifin hafa ekki látið á sér standa og við gátum lækkað félagsgjöldin hjá okkur í 0,7% um síðustu áramót og við höfum einnig getað verið með þak á félagsgjöldunum. Við erum með algjöra sérstöðu í þessum efnum”, segir Hilmar “ með þessu gátum við sýnt félagsmönnum að það gengur vel og þeir fá góða þjónustu hjá sínu félagi”. 
Félag iðn- og tæknigreina er aðili að Iðunni fræðslusetri sem er endurmenntunarstofnun iðngreina. Þar er verið að vinna gríðarmikið starf á sviði sí- og endurmenntunar. Tilraunaverkefnið ,,Bættu um betur” er gott dæmi um það og hefur gengið ótrúlega vel. Þar reynum við að ná í þá einstaklinga sem hafa af einhverjum ástæðum fallið út úr námi, og reynum að endurmeta þá aftur inn í kerfið. Það er frábært að sjá þátttökuna, en þarna erum við að ná í einstaklinga og aðstoða þá við að ljúka sínu námi”, segir Hilmar. ,,Öll þessi þjónusta gerir okkur að sjálfsögðu sýnilegri fyrir fólki sem er að vinna í þessum starfsgreinum, og með því vonumst við til þess að þeir sem hafa ekki séð hag sinn í því hingað til að vera í stéttarfélagi nýti sér það að ganga inn í svo öflugt félag. Ég vil líka hvetja alla félagsmenn til að kynna sér og nýta alla þjónustu sem félagið býður uppá. Þeir sem nýta sér endurmenntun njóta almennt betri launakjara. Betri menntun leiðir til meiri framleiðni sem er svo arðsamara fyrir viðkomandi fyrirtæki”. Hilmar hvetur einnig félagsmenn til að mæta á aðalfund félagsins þann 29. mars næstkomandi þar sem verður m.a. kynnt ný heimasíða félagsins og nýr orlofsvefur opnaður. “Þar geta félagsmenn fylgst með og fræðst um stöðu okkar bæði varðandi fasteignir okkar og sjóði", segir Hilmar að lokum.