Iðan fræðslusetur 2

Iðan fræðslusetur

 

Námsúrræði vegna atvinnuleysis

Náms- og starfsráðgjöf

Upplýsingaveita - samstarf um menntunarúrræði. Þegar atvinnuástand landsins breyttist kom saman hópur aðila sem hefur yfirsýn yfir ýmis úrræði fyrir einstaklinga.

Námssamninga og sveinspróf.
Ertu með spurningar varðandi námssamninginn þinn eða sveinspróf vinsamlegast hafðu þá samband við skrifstofu IÐUNNAR, s: 590-6400.
Hér getur aflað þér frekari upplýsinga um námssamninga og sveinspróf og einnig hvaða fyrirtæki hafa verið með nema áður.

Viðtal við náms- og starfsráðgjafa
Náms- og starfsráðgjafar IÐUNAR bjóða öllum í viðtal til sín. Best er að hafa samband við skrifstofu IÐUNNAR fræðsluseturs í sími 590-6400 og bókað viðtal hjá þeim eða með tölvupósti til náms- og starfsráðgjafanna. Rafrænar fyrirspurnir er hægt að senda á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. .

Atvinnuumsóknir - ferilskrá
Þegar sótt er um starf þarf að huga að ýmsum atriðum s.s. atvinnuumsókn, ferilskrá og atvinnuviðtal. Náms- og starfsráðgjafar geta leiðbeint áhugasömum í gegnum ferlið. Hér getur þú nálgast uppsetningu á ferilskrá. Hér getur þú nálgast uppsetningu á kynningarbréfi.

Raunfærnimat
Hefur þú áhuga á að ljúka iðnnámi sem þú hefur starfað við? Ert þú 25 ára eða eldri og með 5 ára staðfestan vinnutíma í iðngreininni? Þá á þetta við þig. Hafðu samband við náms- og starfsrágjafa okkar, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í síma 590-6400. Hlökkum til að heyra frá þér!

Áhugasviðskannanir
IÐAN býður upp á tvær áhugasviðskannanir: STRONG og Í leit að starfi. Niðurstöður þeirra aðstoða einstaklinga við að bera kennsl á áhugasvið sitt og leiðbeina þeim við að afmarka ýmsa þætti þess, t.d. hvernig áhugasvið þeirra getur komið þeim að gagni í námi, starfi og tómstundum. Niðurstöðurnar koma sér vel við að skoða eigið sjálf og taka ákvörðun um nám og starfsval.

Nám og störf
Hér finnur þú upplýsingar um nám og störf í iðnaði.

Námskeið

Hér er yfirlit yfir öll námskeið IÐUNNAR fræðsluseturs. Rétt er að leggja áherslu á að öllum er heimilt að sækja námskeið IÐUNNAR, óháð stöðu á vinnumarkaði. Nánari upplýsingar um kostnað vegna námskeiðsþátttöku er hægt að fá í síma 590 6400 eða með tölvupósti á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. .

Námsvísir Iðunnar má skoða hér.

Sí- og endurmenntun er frábær leið til að auka hæfni sína á vinnumarkaði.

Úrræði á bílgreinasviði

Námskeið fyrir fagfólk í bifvélavirkjun, bílamálun og bifreiðasmiði.

Bilgreinasvið IÐUNNAR býður upp á nokkur námskeið sem eru sérstaklega fyrir fólki í atvinnuleit úr bílgreinunum.

Frekari upplýsingar í síma 5906400. Öll námskeið IÐUNNAR standa öllum aðildarfélögum til boða. Leitið frekari upplýsinga hjá sviðsstjóra bilgreinasviðs í síma 5861050 eða með tölvupósti á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. .

Alls eru 7 námskeið í boði á bilgreinasviðinu á vorönn 2009. Skoðið heimasíðu sviðsins.

Örnámskeið sem eru í boði.

Úrræði á byggingasviði

Sökum þess hvernig atvinnumöguleikar í byggingariðnaði hafa verið að þróast undanfarna mánuði og samhliða því, atvinnuleysi aukist verulega hefur Bygginga- og mannvirkjasvið ákveðið að leggja sitt af mörkum hvað varðar úrlausnir og valkosti fyrir þá aðila sem lent í þeirri ógæfu að missa sína vinnu.

Þessi síða er og verður í ákveðinni þróun næstu vikur þar sem auknu ítarefni og upplýsingum verður bætt inn eftir því sem þessi mál þróast. Því bendur við eindregið á að þeir aðilar sem vilja nýta sér til náms þann möguleika sem laus tími á virkum dögum getur verið hafi samband við okkur gegnum síma (590 6400) eða með tölvupósti, Birgir (This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. ), til að fá nánari upplýsingar um þá valkosti sem eru í boði gegnum okkur.

 

Meistaranám í dagskóla er einn af þeim valkostum sem við höfum búið til í samvinnu við Tækniskólann. Þar höfum við farið þá leið að kennir verða á þessari önn nokkrir áfangar sem eru hluti af meistaranáminu í lotum, þ.e. hver áfangi verður kenndur í einni lotu og kláraður með prófi áður en sá næsti hefst. Stefnt er að því að skólinn verði frá 8:30 - 15:00 alla virka daga.

Meistaranám núna einnig í dagskóla

Námsleið fyrir áfaglærða aðila í byggingariðnaði
Byggingarliði er námsleið sem hugsuð er fyrir ófaglærða aðila sem starfa í byggingariðnaði. Lýsing á námsleiðinni ásamt meira ítarefni kemur hér inn von bráðar en þeim áhugasömum er bent á að hafa samband við Hafstein Eggertsson starfsmann sviðsins, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. .

Opið hús til skrafs og ráðagerða
Bygginga- og mannvirkjasvið hefur ákveðið að hafa opið hús á þriðjudagsmorgnum milli 9:00 og 11:00 um óákveðinn tíma. Tilgangurinn er fyrst og fremst að opna aðgang okkar félagsmanna sem eru í þeirri slæmu stöðu að hafa misst vinnuna að okkur og miðla þeim upplýsingum sem við höfum varðandi þær námsleiðir sem standa til boða sem sérúrræði vegna þess atvinnustands sem byggingariðnaðurinn býr við í dag. Eins verðum við með upplýsingar um öll þau námsskeið sem Byggingarsviðið á og heldur, þó ekki séu öll haldin árlega. Þá er hægt að skoða það námsskeiðsframboð með hliðsjón af eigin áhugasviði, spyrja nánar út í námsefni og jafnvel koma með ábendingar um endurbæturá námsefni eða bara hugmyndir um ný námskeið. Það er mikill ávinningur fyrir okkar vinnu að fá innlegg fagmannanna úti á markaðnum inn í okkar vinnu því alltaf er hægt að gera betur.


Úrræði á prenttæknisviði

Úrræði vegna atvinnuleysis á prenttæknisviði
Námskeið fyrir fagfólk í hönnun, auglýsingagerð, upplýsingaiðnaði og fjölmiðlaútgáfu.

Prenttæknisvið IÐUNNAR býður upp á nokkur námskeið sem eru sérstaklega fagfólki í atvinnuleit úr upplýsinga og fjölmiðlaiðnaði. Ath. að hægt er að skrá sig á námskeið þó þau séu hafin. Frekari upplýsingar í síma 5906400. Öll námskeið IÐUNNAR standa öllum aðildarfélögum til boða. Atvinnulausir félagar FBM fá námskeiðsgjöld endurgreidd gegn staðfestingu á setu námskeiðs. Leitið frekari upplýsinga hjá sviðsstjóra prenttæknisviðs í síma 5906400 eða með tölvupósti á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Alls eru 17 námskeið í boði á prenttæknisviði á vorönn 2009. Skoða úrval námskeiða!

Tölvunámskeið

Tölvunámskeið fyrir alla

IÐAN fræðslusetur býður upp á tölvunámskeið, aðildarfélögum sínum að kostnaðarlausu. Námskeiðin henta þeim sérstaklega sem hafa litla grunnþekkingu og vilja auka hana. Kennslan fer fram í húsnæði IÐUNNAR. Skráning eða nánari lýsingu á námskeiðunum má finna hér.