Illugastaðir eru um 50 km austan við Akureyri. Í Fnjóskadal hefur risið töluverð orlofshúsabyggð. Á staðnum er sundlaug með heitum pottum og gufubaði. Einnig er þar verslun með helstu nauðsynjum. Húsið er 50 fm að stærð og skiptist í stofu með samliggjandi eldhúsi, baðherbergi og þrjú svefnherbergi. Svefnpláss og sængur eru fyrir 6 manns. Sjónvarp, myndbandstæki, örbylgjuofn og gasgrill er í húsinu.
|