Kjarasamningur við Samtök atvinnulífsins

Samningurinn er á milli Samiðnar og Samtaka atvinnulífsins. Hann gildir frá 1. febrúar 2024 til 1. febrúar 2028.

Launahækkanir á samningstímabilinu

ATHUGASEMD: Samningarnir eru afturvirkir og taka gildi 1. febrúar 2024. Þeir kveða á um 3,25% hækkun launa sem kemur til framkvæmda við samþykkt samningsins. Laun hækka um 3,5% árið 2025, 3,5% árið 2026 og 3,5% árið 2027.

Helstu atriði

  • Gildistími samningsins er frá 1. febrúar 2024 til 1. febrúar 2028.
  • Launahækkun samningsins er í formi hlutfallshækkunar og lágmarks krónutöluhækkunar.
  • Orlofs- og desemberuppbætur hækka um 2 þúsund krónur á ári á samningstímanum.
  • Lágmarksorlof lengist úr 24 dögum í 25 daga.
  • Samningurinn kveður á um að virkur vinnutími sé 36 stundir á viku.
  • Yfirvinna 2 greiðist fyrir virkan vinnutíma umfram 40 klst. á viku að meðaltali á launatímabili/mánuði (173,33 virkar klst. m.v. meðalmánuð).
  • Þann 1. janúar 2025 greiðist yfirvinna 2 fyrir virkan vinnutíma umfram 39,5 klst. á viku að meðaltali á launatímabili//mánuði (171,17 virkar klst. m.v. meðalmánuð). Þetta breytist í 39 klst. 1. janúar 2027.

Yfirvinnuálag

Frá 01/02/2024
Yfirvinna 1
1,00 %
Yfirvinna 2
1,15 %
ATHUGASEMD

Yfirvinna 1 er greidd fyrir alla yfirvinnu þar til yfirvinna 2 tekur við. Sama gildir um yfirvinnugreiðslur sem bætast við greiðslur fyrir unninn tíma.

Yfirvinna 2 greiðist fyrir virkan vinnutíma umfram 40 virka klst. á viku að meðaltali á mánuði. Þetta breytist í 39,5 1. jan. 2025 og svo 39 1. jan. 2027. Yfirvinna 2 er einnig greidd fyrir vinnu að nóttu á tímabilinu frá 00-06.

Desember- og orlofsuppbót

Desemberuppbót 2024
106.000 kr.
Orlofsuppbót 2024
58.000 kr.