Hvaða styrkir eru í boði?

{slider Líkamsrækt|closed|icon}

Greitt er 50% af upphæð að hámarki kr. 23.000 á hverju almanaksári.

{slider Forvarnir|icon}

  1. Krabbameinsleit
  2. Áhættumat vegna hjartasjúkdóma

Greitt er 50% af upphæð að hámarki kr. 20.000 á hverju almanaksári.

{slider Læknisþjónusta|icon}

Greitt er 30% af upphæð að hámark kr. 50.000 á hverjum 4 árum.

Sjóðstjórn er heimilt að veita styrki vegna læknisþjónustu, aðgerðir, þó ekki vegna tannlækninga og tannviðgerða. Geðlækningar, sálfræðiþjónusta og fl. falla undir þennan lið.

Við bendum félagsmönnum góðfúslega á að það er þó aldrei greitt hærri upphæð fyrir þennan lið en sem nemur greiðslu sjóðsfélaga í sjúkrasjóðinn. (beiðni frá lækni verður að fylgja með).

{slider Sjúkraþjálfun|icon}

Greitt er 50% af kostnaði fyrir hvert skipti að hámarki kr. 2.160 í allt að 25 skipti yfir 12 mánaða tímabil. Ekki er greitt fyrir skoðun. (beiðni frá lækni verður að fylgja með).

Samtals fjöldi skipta vegna sjúkraþjálfunar og hnykkjara má ekki fara yfir 25 skipti yfir 12 mánaða tímabil.

{slider Hnykkjari (kíropraktor) eða viðurkenndur sjúkranuddari|icon}

Greitt er 50% af kostnaði fyrir hvert skipti að hámarki kr. 2.160 í allt að 10 skipti yfir 12 mánaða tímabil. Ekki er greitt fyrir skoðun. (beiðni frá lækni verður að fylgja með).

Samtals fjöldi skipta vegna sjúkraþjálfunar og hnykkjara má ekki fara yfir 25 skipti yfir 12 mánaða tímabil.

{slider Heilsustofnanir|icon}

Greitt er 30% af upphæð að hámarki kr. 100.000 á hverjum 4 árum.

(beiðni frá lækni verður að fylgja með).

{slider Iðjuþjálfun|icon}

Greitt er 30% af upphæð í allt að 3 skipti á hverju 12 mánaða tímabili.

(beiðni frá lækni verður að fylgja með)

{slider Félagsráðgjafi|icon}

Greitt er 30% af upphæð í allt að 3 skipti á hverju 12 mánaða tímabili.

(beiðni frá lækni verður að fylgja með)

{slider Talmeinafræðingur|icon}

Greitt er 30% af upphæð í allt að 3 skipti á hverju 12 mánaða tímabili.

{slider Lesblinda|icon}

Greitt 60% af upphæð að hámarki 100.000, 1 x (greining ekki greidd)

{slider Innlegg í skó|icon}

Greitt er 30% af upphæð að hámarki kr. 30.000, 1 x á hverjum 5 árum. (göngugreining ekki greidd) (Þarfliggja fyrir beiðni)

{slider Gleraugu eða linsur|icon}

Greitt er 30% af upphæð að hámarki kr. 40.000, á hverjum 4 árum. (Hægt að sækja um styrk vegna augnlinsa þá afgreitt 1 x á hverjum 4 árum eins og gleraugu)

{slider Heyrnatæki|icon}

Greitt er 30% af upphæð að hámarki kr. 50.000 fyrir hvort eyra 1 x á hverjum 5 árum.

{slider Laseraðgerð á augum|icon}

Greitt er 30% af upphæð að hámarki kr. 50.000 fyrir hvort auga, 1 x.

{slider Fæðingarstyrkur|icon}

Hámarksstyrkur er kr. 100.000 vegna hvers barns en miðað er við starfshlutfall foreldris. Hámarksstyrkur er veittur þeim sem er í 100% starfi og hefur greitt til félagsins síðustu 12. mánuði. Báðir foreldrar eiga rétt séu þeir aðilar að sjóðnum og uppfylla skilyrði um sjóðsaðild. Styrkurinn er veittur til foreldris gegn framvísun fæðingarvottorðs og afriti af nýjum launaseðli þar sem fram kemur rétt starfshlutfall.

Við bendum félagsmönnum góðfúslega á að það er þó aldrei greitt hærri upphæð fyrir þennan lið en sem nemur greiðslu sjóðsfélaga í sjúkrasjóðinn.

{slider Tækni- og glasafrjóvgun|icon}

Greitt er 30% af upphæð að hámarki kr. 80.000, 3 x.(Ekki greidd lyf og eftirlit)

{slider Ættleiðingar|icon}

Hámarksstyrkur er kr. 100.000 vegna hvers barns en miðað er við starfshlutfall foreldris. Hámarksstyrkur er veittur þeim sem er í 100% starfi og hefur greitt til félagsins síðustu 12. mánuði. Báðir foreldrar eiga rétt séu þeir aðilar að sjóðnum og uppfylla skilyrði um sjóðsaðild. Styrkurinn er veittur til foreldris gegn framvísun fæðingarvottorðs og afriti af nýjum launaseðli þar sem fram kemur rétt starfshlutfall.

Við bendum félagsmönnum góðfúslega á að það er þó aldrei greitt hærri upphæð fyrir þennan lið en sem nemur greiðslu sjóðsfélaga í sjúkrasjóðinn.

{slider Útfararstyrkur|icon}

Upphæð styrks er mismunandi og fer það eftir því hvenær síðast var greitt af viðkomandi og hvort viðkomandi eigi eftirlifandi maka. Afrit af dánarvottorði þarf að fylgja umsókn

{/sliders}

Umsóknar-eyðublað fyrir sjúkrasjóð