Hallskot í Fljótshlíð, Rangárvallasýslu
| Húsið stendur í hlíðnni fyrir ofan bæinn Hallskot í Fljótshlíð. Þangað er um tuttugu mínutna akstur frá Hvolsvelli. Húsið er byggt árið 1991 og er hið glæsilegasta. Heitur pottur á verönd og leiktæki á lóð. Húsið er 51 fm og skiptist í tvö svefnherbergi, stofu, bað og eldhús. Á palli uppi er 25 fm svefnloft. Svefnpláss og sængur eru fyrir átta manns. Auk þess má koma fleirum fyrir á svefnlofti. Sjónvarp, myndbandstæki, örbylgjuofn, uppþvottavél og gasgrill er í húsinu. Gætið þess að byrgja ávallt heita pottinn ef vatn er í honum og hann ekki í notkun.
| Í nágrenninu: - Bleiksárgljúfur í innanverði Fljótshlíð
- Breiðabólsstaður í vestanverðri Fljótshlíð
- Þórsmörk (jeppafært)
- Golfvöllurinn, Strönd
- Hekla
- Skógræktastöðin Tumastaðir
- Snjósleðaferðir á Mýrdalsjökul
- Gluggafoss í Merkjá
- Byggðasafnið að Skógum
- Stakkholtsgjá á Þórsmerkurleið
| | | | 
| 
| Gígjökull | Langidalur í Þórsmörk | | |
|