Ölfusborgir nr.29

Ölfusborgir nr.29

Ölfusborgir, Árnessýslu Hús nr. 29

Þetta er orlofsbyggð með 38 húsum. Húsið er nýlega uppgert. Heitur pottur er á verönd og kamína í garðskála. Þjónustumiðstöð er á staðnum, þar sem aðgangur er að gufubaði og heitum potti. Þar er einnig hægt að fá upplýsingar um nágrennið. Húsið er 45 fm að stærð og skiptist í stofu, eldhús, garðskála, baðherbergi og 2 svefnherbergi. Svefnpláss og sængur eru fyrir 5 manns. Sjónvarp, myndbandstæki, örbylgjuofn og gasgrill er í húsinu.

Í nágrenninu:
  • Eyrarbakka- og Stokkseyrarfjörur
  • Þuríðarbúð á Stokkseyri
  • Ferðir á Langjökul
  • Bærinn Stöng og Sögualdarbærinn í Þjórsárdal
  • Seglbrettasiglingar og bátaleiga á Laugarvatni
  • Sjóminjasafnið á Eyrarbakka
  • Rjómabúið á Baugsstöðum, Stokkseyrarhreppi
  • Vatnasleðaleiga á Svínavatni
  • Kirkjustaðurinn Skálholt
  • Gjárfoss í Rauðá, Þjórsárdal

hus

kort

raufaholshellir

thingvellir

Úr Raufarhólshelli

Þingvellir