Þrastarskógur - Selhólsveg 2

Þrastarskógur - Selhólsveg 2


Húsafell, Borgarfjarðarsýslu, Hvítárbrekkur 6

Rúmgott, glæsilegt orlofshús, endurnýjað árið 2004. Húsið er 66 fm að grunnfleti. Húsið skiptist í 3 svefnherbergi, stofu með eldhúskrók og rúmgott baðherbergi. Svefnpláss er í herbergjunum fyrir 7 manns og fylgja sængur og koddar. Húsinu fylgir barnarúm, sjónvarp, myndbandstæki, gasgrill, örbylgjuofn, uppþvottavél o.fl. sem nauðsynlegt þykir í orlofshúsum af bestu gerð. Á rúmgóðri veröndinni er heitur pottur. Leiktæki eru á lóð. Umhverfið er allt kjarri vaxið og stórkostlegt útsýni er frá húsinu. Gætið þess að byrgja ávallt pottinn ef vatn er í honum og hann ekki í notkun. Staðsetning: Hægra megin við veg 36 einum kílómetra frá gatnamótum vega 35 og 36.

Í nágrenninu:

 • Sundlaug í Úthlíð
 • Geysir
 • Gullfoss
 • Gufubað við Laugarvatn
 • Hestaferðir
 • Njáluslóðir
 • Jöklaferðir
 • Hekla
 • Bátsferðir á Hvítá
 • Skálholt
 • Húsdýragarður í Laugarási

thrastarskogur

thrastarskogur_kort

thrastarskogur_m1

thrastarskogur_sogid

Þrastaskógur

Sogið