Húsið er byggt árið 2006 og stendur við Djáknaveg 6, Úthlíð, Bláskógarbyggð og er 83 m2 að stærð, auk svefnlofts. Rúmstæði og sængur eru fyrir 7 manns í þremur svefnherbergjum, á svefnloftinu eru 3 dýnur. Í húsinu er sjónvarp, myndbandstæki, útvarp með geislaspilara, þvottavél, þurrkari, uppþvottavél og gasgrill. Á veröndinni er heitur pottur. Gætið þess að byrgja ávallt heita pottinn ef hann er ekki í notkun. |
Í nágrenninu: - Geysir, Gullfoss, Skálholt, Flúðir, Reykholt og Laugarás
- Þjórsárdalur: Gaukshöfði, Hjálparfoss, Þjóðveldisbærinn
- Stöng og Gjárfoss
- Gufubað og sundlaug við Laugavatn
- Hekla
- Bátsferðir á Hvítá
- Skálholt
- Flúðir
- Njáluslóðir
|