Uppsagnarfrestur

Starfsaldur miðast við starfsaldur í starfsgrein frá sveinsprófi.
 

Samkvæmt samningi milli Samtaka atvinnulífsins og Samiðnaðar:
 

Málmiðnaðarmenn:

Á fyrsta starfsári: 2 vikur m.v. vikumót.
Eftir 1 ár í starfsgreininni: 1 mánuður m.v. mánaðamót.
Eftir 3 ár í starfsgreininni: 2 mánuðir m.v. mánaðamót.
Eftir 5 ár í sama fyrirtæki: 3 mánuðir m.v. mánaðamót.
 

Byggingamenn:

Á fyrsta starfsári: 2 vikur m.v. vikumót.
Eftir 1 ár í starfsgreininni: 1 mánuður m.v. mánaðamót.
Eftir 3 ár í starfsgreininni: 2 mánuðir m.v. mánaðamót.
Eftir 5 ár í starfsgreininni: 3 mánuðir m.v. mánaðamót.
 

Starfsmenn án sveinsprófs:

Á fyrsta starfsári: 2 vikur m.v. vikumót
Eftir 1 ár samfellt í starfsgreininni: 1 mánuður m.v. mánaðamót.
Eftir 3 ár samfellt í sama fyrirtæki: 2 mánuðir m.v. mánaðamót.
Eftir 5 ár samfellt í sama fyrirtæki: 3 mánuðir m.v. mánaðamót.
 

Samkvæmt samningi milli Bílgreinasambandsins og Samiðnaðar:

Sveinar:

Á fyrsta starfsári: 2 vikur m.v. vikumót.
Eftir 1 ár í starfsgreininni: 1 mánuður m.v. mánaðamót.
Eftir 3 ár í starfsgreininni: 2 mánuðir m.v. mánaðamót.
Eftir 5 ár í sama fyrirtæki: 3 mánuðir m.v. mánaðamót.
 

Starfsmenn án sveinsprófs:

Á fyrsta starfsári: 2 vikur m.v. vikumót
Eftir 1 ár samfellt í starfsgreininni: 1 mánuður m.v. mánaðamót
Eftir 3 ár samfellt í sama fyrirtæki: 2 mánuðir m.v. mánaðamót 
Eftir 5 ár samfellt í sama fyrirtæki: 3 mánuðir m.v. mánaðamót 


NÝ ÁKVÆÐI UM UPPSAGNIR

Almennt um uppsagnir

Uppsagnarfrestur er gagnkvæmur. Allar uppsagnir skulu vera skriflegar og gerðar á sama tungumáli og ráðningarsamningur starfsmanns.

Viðtal um ástæður uppsagnar

Starfsmaður á rétt á viðtali um starfslok sín og ástæður uppsagnar. Beiðni um viðtal skal koma fram innan fjögurra sólarhringa frá því uppsögn er móttekin og skal viðtal fara fram innan fjögurra sólarhringa þar frá. Starfsmaður getur óskað þess að loknu viðtali eða innan fjögurra sólarhringa að ástæður uppsagnar séu skýrðar skriflega. Fallist atvinnurekandi á þá ósk hans, skal við því orðið innan fjögurra sólarhringa þar frá. Fallist atvinnurekandi ekki á ósk starfsmanns um skriflegar skýringar, á starfsmaður innan fjögurra sólarhringa rétt á öðrum fundi með vinnuveitanda um ástæður uppsagnar að viðstöddum trúnaðarmanni sínum eða öðrum fulltrúa stéttarfélags síns ef starfsmaður óskar þess.  

Nánari upplýsingar um uppsagnarfrest er að finna í kafla 12 í kjarasamningunum.  
 

Sjá kjarasamning Samiðnaðar við Samtök atvinnulífsins.

Sjá kjarasamning Samiðnaðar við Bílgreinasambandið.