Birkilundur, Húsafelli. Hús nr. 3
| Tvö hús eru við Birkilund í Húsafelli byggð 1987. Þau eru með sameiginlega innkeyrslu og bílastæði. Húsin eru 38,3 fm með tveimur svefnherbergjum þar sem 5 geta sofið og svefnlofti með 3 dýnum. Á gangi er snyrting með sturtu en stofa og eldhús eru í einu rými. Í hvoru húsi eru einnig hljómtæki, sjónvarp,örbylgjuofn og gasgrill. Stór pallur með heitum potti er við hvort hús. Gætið þess að byrgja ávallt pottinn ef hann er ekki í notkun. Búnaður miðast við 7 - 8 manns. Leiktæki eru á lóðinni. Á staðnum er sundlaug, verslun og veitingahús. Enginn umsjónarmaður er á staðnum.
| Í nágrenninu: - Langjökull
- Fljótstunga
- Reykholt
- Bjarnastaðir
- Páll Guðmundsson, myndhöggvari
| | | | |
|