Skorradalur, Borgarfjarðarsýslu. Hús nr. 40
| Húsið stendur við norðvestanvert Skorradalsvatn, í kjarrivöxnu landi niður við vatnið. Húsinu fylgir bátur og veiðileyfi í vatninu. Farið aldrei út á vatnið án þess að vera í björgunavestum. Rafmagnskynt gufubað er í litlu húsi við hlið bústaðarins. Húsið er 51 fm. að stærð og skiptist í stofu, eldhús, þrjú svefnherbergi og baðherbergi. Svefnpláss og sængur eru fyrir átta manns. Sjónvarp, myndbandstæki, örbylgjuofn og gasgrill er í húsinu. Enginn umsjónarmaður er á staðnum.
| Í nágrenninu: - Sjóstangaveiði á Akranesi
- Glymur, hæsti foss Íslands
- Snorralaug í Reykholti
- Snjósleðaferðir á Langjökul
- Byggðasafnið í Görðum, Akranesi
- Golfvellir á Akranesi, við Borgarnes og í Húsafelli
- Búvélasafnið og Ullarselið á Hvanneyri
- Hreppslaug, Skorradalshreppi
- Surtshellir og hellirinn Víðgelmir
- Höggmyndir Páls í Húsafelli
| | | | 
| 
| Horft yfir til Húsafells - Strútur í bakgrunni | Skorradalur | | |
|