Í raðhúsalengju við Borgarbraut 38 í Stykkishólmi á félagið íbúð. Húsið stendur við golfvöll staðarins sem ókeypis afnot er af fyrir þá sem gista í húsinu. Í Stykkishólmi er margþætt þjónusta við ferðarmenn. Íbúðin er 87 fm að stærð og skiptist í hol, baðherbergi, 2 svefnherbergi og stofu með samliggjandi eldhúsi. Svefnpláss og sængur eru fyrir 6 manns. Sjónvarp, myndbandstæki, örbylgjuofn og gasgrill er í íbúðinni.
|