Svignaskarð, Mýrarsýsla, Hús nr. 21
| Þar er glæsilegt hús frá árinu 1993. Þjónustumiðstöð er á staðnum þar sem upplýsingar um ferða- og afþreyingarmöguleika eru fúslegar veittar. Má þar einnig fá veiðileyfi í Langavatni. Sameiginlegt gufubað er í þjónustumiðstöð. Umhverfið er kjarri vaxið og vel fallið til útivistar. Sparkvöllur og leiktæki eru á staðnum. Húsið er 50 fm að stærð. Það skiptist í tvö svefnherbergi, stóra stofu með eldhúskróki og baðherbergi. Svefnpláss og sængur eru fyrir 6 manns. Sjónvarp, myndbandstæki, örbylgjuofn og gasgrill er í húsinu. Á veröndinni er heitur pottur. Gætið þess að byrgja ávallt pottinn ef vatn er í honum og hann ekki í notkun.
| Í nágrenninu: - Kaktusabúið Laufskálum
- Safnahús Borgarfjarðar
- Bjössaróló, Borgarnesi
- Langjökulsferðir, upplýsingar í Húsafelli
- Snorralaug í Reykholti
- Búvélasafnið og Ullarselið á Hvanneyri
- Höggmyndir Páls í Húsafelli
- Útsýnisskífa, Vatnstankinum Borgarnesi
- Barnafossar í Hvítá
- Kvíahellan í Húsafelli
| | | | 
| 
| Hraunfossar | Horft frá Svignaskarði - Hafnarfjall í bakgrunni | | |
|