IÐAN fræðslusetur – Auglýsing um sveinspróf
IÐAN fræðslusetur – Auglýsing um sveinspróf |
|
Sveinspróf í eftirtöldum iðngreinum verða haldin sem hér segir ef næg þátttaka fæst: Sveinspróf í bifreiðasmiði 30.-31. janúar, sveinspróf i bílamálun 6.-7. febrúar og í bifvélavirkjun 6. febrúar 2009. Í hársnyrtiiðn dagana 10.-11. og 17.-18. janúar 2009, dagsetning skriflegs prófs verður ákveðin síðar, nánari upplýsingar á heimasíðu Iðunnar. Umsóknarfrestur er til 1. desember. Í snyrtifræði dagana 10.-11. og 17.-18. janúar, skriflegt próf 9. janúar, nánari upplýsingar á heimasíðu Iðunnar. Umsóknarfrestur er til 1. desember. Í málmiðngreinum í janúar – mars 2009, ef næg þátttaka fæst. Umsóknarfrestur er til 1. desember fyrir aðrar greinar en vélvirkjun. Umsóknarfrestur fyrir sveinspróf í vélvirkjun er til 1. janúar 2009. Nánari upplýsingar á heimasíðu Iðunnar. Með umsókn skal leggja fram afrit af námssamningi, lífeyrissjóðsyfirlit og burtfararskírteini með einkunnum eða staðfestingu skóla á því að nemi muni útskrifast í desember 2008. Kostnaður próftaka s.s. efniskostnaður er mismunandi eftir iðngreinum. Umsóknareyðublöð má nálgast á heimasíðu Iðunnar og á skrifstofu Iðunnar Sími: 590 6400. |