Tækniteiknarar

Tækniteiknari vinnur við teikningar og uppdrætti ásamt hönnunarvinnu, framsetningu og útgáfu teikninga. Unnið er eftir vinnuteikningum, loftmyndum eða fyrirmælum frá hönnuðum og felst vinnan meðal annars í grunnteikningu og teikningum af húsum, innréttingum, landslagi, skipulagi eða vélum. Verkefnin eru alla jafna unnin í tvívíðum eða þrívíðum teikniforritum.

Í starfi sem tækniteiknari gætirðu til dæmis unnið á teiknistofu arkitekta, verkfræðistofu, með landslagsarkitektúr eða hjá ríki og bæ.