Gull- og silfursmíði

Meðalnámstími er fjögur ár, samtals fimm annir í skóla og 72 vikna starfsþjálfun

Gull- og silfursmíði er löggilt iðngrein og telst vera á framhaldsskólastigi því eru ekki sett fram inntökuskilyrði til náms í iðngreininni umfram þau sem koma fram í löggiltri Aðalnámskrá framhaldsskóla, gull- og silfursmíði, frá 2005.

Nemendur sem innritast í nám í gull- og silfursmíði þurfa þannig að hafa lokið skyldunámi í samræmi við Aðalnámskrá grunnskóla og einnig lokaprófum í íslensku og stærðfræði og náð tilskildum lágmarksárangri skv. ákvæðum 2. gr. reglugerðar um innritun nemenda í framhaldsskóla. Þeir nemendur sem hefja nám haustið 2010 verða auk þess að ná lágmarkseinkunn 7 í áfanganum verkleg gull- og silfursmíði109 eftir haustönnina 2010 til að halda áfram námi á vorönn 2011.

Meðalnámstími er fjögur ár, samtals fimm annir í skóla og 72 vikna starfsþjálfun. Til að ljúka námi þarf nemandi að gera samning um starfsnám hjá meistara. Náminu lýkur þá með sveinsprófi er veitir rétt til starfa í iðninni og til inngöngu í nám til iðnmeistaraprófs.

Gull- og silfursmíði í Tækniskólanum