Menntasjóður
Greiðsludagur styrkja úr menntasjóði er næsta þriðjudag eftir að umsókn hefur verið tekin til afgreiðslu og samþykkt.
Athugið að kvittun (reikningur) má ekki vera eldri en 6 mánaða og þarf að vera fullgild (það er með dagsetningu og stimpli eða merki viðkomandi fyrirtækis). Einnig þarf að koma fram nafn og kennitala viðkomandi félagsmanns.
Styrkir úr Menntasjóði FIT
Menntastyrkur
Styrkur vegna hvers kyns náms eða námskeiðs.
Greitt er 40% af reikningi að hámarki 50.000 kr. á hverjum 3 árum.
Fylgigöng með umsókn:
Reikningur og greiðslukvittun frá skóla, menntastofnun eða námskeiðshaldara.
Staðfesting á skólavist eða námskeiði.
Aukin ökuréttindi
Félagsmenn, sem greitt er af í endurmenntunarsjóði IÐUNNAR, geta sótt um styrk vegna náms til aukinna ökuréttinda.
Skólagjöld
Styrkur vegna skólagjalda til menntunar í iðngreinum innan FIT.
Greitt er 50% af reikningi vegna skólagjalda að hámarki 15.000 kr. hver önn.
Heimilt er að sækja um 2 annir á ári.
Fylgigögn með umsókn:
Reikningur og greiðslukvittun frá skóla.
Staðfesting á skólavist.
Sveinsprófsstyrkur
Styrkur vegna sveinsprófs í iðngrein innan FIT.
Greitt er 40% af reikningi vegna sveinsprófs að hámarki 66.000 kr.
Hægt er að sækja um styrk vegna efniskostnaðar.
Fylgigögn með umsókn:
Reikningur og greiðslukvittun frá skóla.
Staðfesting á sveinsprófi.