Tímabundin ráðning

Ráðningarsamningar geta ýmist verið ótímabundnir eða tímabundnir. Sé ekki annað tekið fram í samningi eða lögum er hann ótímabundinn. Sá sem heldur því fram að ráðningarsamningur sé tímabundinn ber sönnunarbyrði fyrir þeirri staðhæfingu sinni.