Reglugerð menntasjóðs

Reglugerð menntasjóðs Félags iðn- og tæknigreina

1. grein
Sjóðurinn heitir Menntasjóður FIT heimili hans og varnarþing er í Reykjavík


2. grein

Markmið sjóðsins er að styrkja félagsmenn FIT til endur- og símenntunar sem ekki er styrkt af öðrum stofnunum eða fyrirtækjum sem FIT á aðild að.

 

3. grein
Tekjur sjóðsins er 25% af hagnaði félagssjóðs ár hvert. Vaxtatekjur og aðrar tekjur.

 

4. grein
Stjórn sjóðsins skal skipuð þeim mönnum sem kjörnir eru í stjórn FIT. Varamenn eru þeir sem kjörnir eru varamenn í stjórn FIT.


5. grein

Stjórn sjóðsins setur sjóðnum úthlutunarreglur.  Stjórn er heimilt að setja í starfsreglur takamörkun á greiðslum og réttindaávinnslu þeirra sem greiða minna en hálf viðmiðunarlaun iðnaðarmanna eins og þau eru árlega reiknuð út af ASÍ. sbr. 11. grein laga.


6. grein

Rétt til greiðslna úr sjóðnum eiga þeir sem hafa greitt til FIT samkvæmt lögum þess í eitt ár eða meira.  Heimilt er að styrkja nema í faggreinum FIT árlega, með greiðslu hluta skólagjalda og sveinsprófa.


7. grein

Stjórnin ber ábyrgð á rekstri og ávöxtun eigna sjóðsins og skal farið með þær í samræmi við lög FIT . Stjórnin skal árlega leggja fyrir aðalfund hversu mikið fjármagn skal vera til í sjóði að lágmarki. Ef heildar fjármagn sjóðsins fer niður fyrir það viðmið skal úthlutun hætt það árið.


8. grein

Sjóðurinn skal árlega greiða félagssjóði 10% af tekjum sjóðsins sem kostnað við rekstur.


9. grein

Reikningar sjóðsins skulu árlega endurskoðaðir af löggiltum endurskoðanda og yfirfarnir af skoðunarmönnum FIT og lagðir fyrir aðalfund FIT til samþykktar.


10. grein

Reglugerð þessari verður ekki breitt nema í samræmi við lög FIT.


11. grein

Verði sjóðnum slitið skulu eignir hans renna til félagssjóðs FIT.

Þannig samþykkt á aðalfundi 22. apríl 2006.