Áunnin réttindi
Áunnin réttindi starfsmanns, sem hættir störfum í starfsgreininni, skal haldast verði um endurráðningu að ræða í sömu starfsgrein innan eins árs. Á sama hátt skulu áunnin réttindi taka gildi á ný eftir eins mánaðar starf ef endurráðning verður eftir meira en eitt ár en innan þriggja ára. Hætti maður störfum í starfsgrein í meira en þrjú ár falla áunnin réttindi niður.