Virkur vinnutími

Hvað er virkur vinnutími?

Í kjarasamningum SA og félaga iðnaðarmanna frá 2019 er kveðið á um breytta skilgreiningu greidds vinnutíma. Í stað þess að greiða 8 klst. á dag og 40 klst. á viku er frá 1. apríl 2020 einungis greitt fyrir „virkan vinnutíma“. Greiðsla fyrir kaffitíma á dagvinnutímabili fellur niður og tímakaup í dagvinnu hækkar á móti.

Náist samkomulag um niðurfellingu kaffitíma verður virkur vinnutími 36 klst. á viku, án skerðingar mánaðarlauna (deilitala dagvinnutímakaups 156 í stað 160 með 2,56% hækkun dagvinnutímakaups. Yfirvinnutímakaup breytist ekki)