Yfirvinna 1 og 2

Yfirvinna telst frá því dagvinnu lýkur á mánudögum til og með föstudögum þar til dagvinna hefst að morgni. Virkur vinnutími er 36 klukkustundir á viku og 156 tímar á mánuði.

Á laugardögum, sunnudögum og helgidögum greiðist yfirvinnukaup.

 

Yfirvinna 1 er greidd fyrir fyrstu 3,5 klst. á viku að jafnaði eða 15,17 klst. á mánuði, samkvæmt kjarasamningi við Samtök atvinnulífsins. Álag á yfirvinnu 1 er 1,00% af mánaðarlaunum fyrir dagvinnu.

Iðnaðarmaður sem er með 550.000 kr. í grunnlaun fær greiddar 5.500 krónur á tímann fyrir yfirvinnu 1.

 

Yfirvinna 2 greiðist fyrir allan virkan vinnutíma umfram 39,5 klst á viku. Einnig á nóttunni á milli kl. 00:00-06:00. Álag á yfirvinnu 2  er 1,15% af mánaðarlaunum fyrir dagvinnu.

Sá sem er með 550.000 kr. í grunnlaun fær þannig greiddar 6.325 krónur á tímann fyrir yfirvinnu 2.