Hlutverk
FIT er stéttar- og fagfélag fyrir iðnaðarmenn og starfsfólk í tæknigreinum en megintilgangur þess er að auka fjárhagslegt öryggi og lífsgæði félagsmanna. Hagmunagæsla fyrir félagsmenn er aðalverkefni félagsins sem segja má að grundvallist á neðangreindum stoðum:
Á grundvelli mánaðarlegra gjalda frá félagsmönnum og vinnuveitendum þeirra starfrækir félagið fimm sjóði;
- Félagssjóð með það að markmiði að auka gæði og þjónustu við félagsmenn.
- Sjúkrasjóð með það að markmiði að styðja fjárhagslega við félagsmenn verði þeir fyrir áföllum sem leiða til (a) tekjutaps vegna fjarveru frá vinnu eða (b) aukinna útgjalda vegna veikinda.
- Orlofssjóð með það að markmiði að auka orlofsmöguleika fólks bæði innanlands og erlendis en sjóðurinn á 31 orlofshús á Íslandi en býður aðra valkosti erlendis.
- Menntasjóð með það að markmiði að styrkja félagsmenn til að sækja margskonar námskeið tómstunda eða atvinnutengd.
Félagið styður jafnframt með beinum og óbeinum hætti við hvers kyns sí- og endurmenntun félagsmanna, einkum í gegnum fagtengdar fræðslumiðstöðvar. - Verkfallssjóð í þeim tilgangi að veita félagsmönnum fjárhagslega aðstoð komi til verkfalls .
– Hvers kyns upplýsingar, aðstoð eða ráðgjöf um kjara- og starfstengd mál eru einnig veittar til félagsmanna og vinnuveitenda þeirra á skrifstofu félagsins.
FIT er aðili að Samiðn sem jafnframt er aðili að ASÍ.
Sjá einnig: Hvað gerir stéttarfélagið fyrir þig?