Ráðning

Samkvæmt samkomulagi aðila vinnumarkaðarins er atvinnurekanda skylt að ganga frá ráðningu starfsmanns skriflega ef hann er ráðinn til lengri tíma en eins mánaðar. En í raun hefur ráðningarsamningur verið stofnaður þegar búið er að samþykkja tilboð um starf.

Kjaratengd réttindi sem fylgja ráðningu, s.s. uppsagnarréttur, veikindaréttur o.þ.h., koma þó ekki til fyrr en starfsmaðurinn hefur störf.

Sjá einnig: Samningar>Ráðningarsamningar