Stálsmíði

Meðalnámstími í stálsmíði er fjögur ár

Stálsmíði er löggilt iðngrein. Meðalnámstími í stálsmíði er fjögur ár að meðtöldu grunnnámi málmiðngreina, 6 annir í skóla og 60 vikna starfsþjálfun.

Markmið námsins er að gera nemendum kleift að takast á við þau viðfangsefni sem stálsmiðir inna af hendi, þ.e. nýsmíði og viðhald málm- og stálmannvirkja úr mismunandi gerðum málmplatna, stangarefnis og rörum.

Náminu lýkur með sveinsprófi er veitir rétt til starfa í iðninni og til inngöngu í nám til iðnmeistaraprófs.