Námssamningar

Reglugerð um vinnustaðanám og starfsþjálfun á vinnustað nr. 840/2011 geymir ákvæði um námssamninga. Þar segir að gera skuli námssamning milli iðnfyrirtækis eða meistara og iðnnema í samræmi við lög um framhaldsskóla og reglugerðina. Iðnmenntaskólar fylgjast með að samningar um starfsþjálfun í atvinnulífinu séu gerðir fyrir hönd iðnnema á verknámsbrautum. Fulltrúi menntamálaráðherra staðfestir námssamning.

Leita skal staðfestingar fulltrúa ráðherra á námssamningi innan mánaðar frá undirskrift. Menntamálaráðuneytið leggur til eyðublöð undir námssamninginn og ræður gerð hans. Þar skal skrá upphaf náms, áætluð námslok svo og skóla þar sem nám er stundað. Fyrstu 3 mánuðir námstíma samkvæmt námssamningi skoðast sem reynslutími. Hvenær sem er á reynslutíma getur hvor samningsaðili um sig slitið námssamningi án þess að tilgreina ástæður.

Athygli skal vakin á því að Lilja Dögg Alfreðsdóttir menntamálaráðherra gaf í upphafi árs 2021 út nýja reglugerð um vinnustaðanám. Sjá nánar hér. Fyrirhugað er að reglugerðin taki gildi í ágúst 2021.