Hvað er trúnaðarmaður?
Þegar rætt er um trúnaðarmann er oftast átt við trúnaðarmann í merkingu laga nr. 80/1938. Í greinargerð laganna frá 1938 segir að með ákvæðinu (þá 10.gr. nú 9.gr) sé „… stéttarfélögum heimilað að skipa sér trúnaðarmenn á vinnustöðum úr hópi vinnandi manna, er gæti þess að haldnir séu samningar …“ Hann er með öðrum orðum fulltrúi stéttarfélaganna á vinnustaðnum.