Upplýsingar fyrir launagreiðendur
Iðgjöld
- Félaganúmer FIT er F455
- Félagsgjald er 0,8% af heildarlaunum félagsmanns
- Félagsgjaldið greiðist ásamt öðrum gjöldum til viðkomandi innheimtuaðila (lífeyrissjóðs)
- S455 – Sjúkrasjóðsgjald 1% af heildarlaunum.
- O455 – Orlofssjóðsgjald er 0,25% af heildarlaunum félagsmanns og greiðist af launagreiðanda.
- R430 – Launagreiðandi greiðir 0,10% gjald af heildarlaunum félagsmanns í endurhæfingarsjóð.
Menntagjöld
-
- E401 – byggingargreinar og þjónustugreinar: 0,5 % af heildarlaunum.
- E462 – blikksmíði: 0,5 % af heildarlaunum .
- E460 – vél- og stálsmíði: 0,5 % af heildarlaunum.
- E461 – bílgreinar: 0,8% af heildarlaunum.
- E421 – vélstjórar 1,1% af heildarlaunum.
Innheimtuaðilar
Samkvæmt 2. mgr. 6. gr. laga nr. 55/1980 um starfskjör launafólks er atvinnurekanda skylt að halda eftir af launum starfsmanns iðgjaldi hans til viðkomandi stéttarfélags samkvæmt þeim reglum sem kjarasamningar greina. Þannig greiða félagsmenn félagsgjald, en atvinnurekandi heldur því eftir af launum.
Skila þarf inn skilagreinum vegna stéttarfélagsiðgjaldanna til lífeyrissjóðanna.
Nánari upplýsingar eru á heimasíðu lífeyrissjóðanna og með því að smella á viðkomandi lífeyrissjóð hér að neðan ferðu á heimasíðu þeirra.
Innheimta stéttarfélagsiðgjalda fer fram hjá neðangreindum lífeyrissjóðum.
Birta lífeyrissjóður
Sundagörðum 2, 104 Reykjavík
Kennitala: 430269-0389
Sjá nánari upplýsingar á vef Birtu.
Festa lífeyrisjóður
Kennitala 571171-0239
Nr. sjóðs 800
Reikningar Festu lífeyrissjóðs:
- Reykjanesbær: 0121-26-6666
- Selfoss: 0152-26-9520
- Akranes: 0552-26-200010
Sjá nánari upplýsingar á vef Festu lífeyrissjóðs.
Sjúkra og orlofssjóður
Í 6. gr. laga nr. 55/1980 segir að öllum atvinnurekendum sé skylt að greiða í sjúkrasjóði og orlofssjóði viðkomandi stéttarfélaga, iðgjöld þau sem aðildarsamtök vinnumarkaðarins semja um hverju sinni og samkvæmt þeim reglum sem kjarasamningar greina.