Pípulagnir
Meðalnámstími er fjögur ár að meðtöldu grunnnámi bygginga- og mannvirkjagreina
Pípulagnir er löggilt iðngrein. Meðalnámstími er fjögur ár að meðtöldu grunnnámi bygginga- og mannvirkjagreina, samtals fjórar annir í skóla og 96 vikna starfsþjálfun.
Meginmarkmiðið með námi í pípulögnum er að nemendur öðlist skilning, þekkingu og færni til að leggja hita-, neysluvatns- og frárennsliskerfi og ýmis sérhæfð kerfi í byggingar og mannvirki, veitukerfi fyrir vatns- og hitaveitur og frárennslislagnir utanhúss, ásamt uppsetningu tækja og búnaðar sem tengist og stýrir þessum kerfum. Jafnframt að sjá um viðhald og endurnýjun þessara kerfa.
Náminu lýkur með sveinsprófi er veitir rétt til starfa í iðninni og til inngöngu í nám til iðnmeistaraprófs.