Hársnyrtisveinar

Starf hársnyrtis felst í að kynna sér óskir viðskiptavina, skoða hár og meta hvaða meðhöndlun hentar því best. Hársnyrtir velur klippingu í samráði við viðskiptavin, þvær hárið og nærir ef þörf krefur og gefur góð ráð um meðferð hársins. Hársnyrtiiðn er löggilt iðngrein.

Sem hársnyrtir er hægt að vinna sjálfstætt eða á hárgreiðslustofu og átt samvinnu við aðrar faggreinar um ýmislegt sem varðar hár og tísku.