Snyrtifræðingar

Snyrtifræðingur vinnur við að hreinsa, nudda og snyrta andlit, hendur, fætur og líkama. Einnig felst starfið í förðun, ráðgjöf við val á snyrtivörum og fræðslu í sambandi við umhirðu og hreinsun húðar. Nokkur hluti starfsins felst í að farða andlit; lýtaförðun eða almenna förðun, svo sem dag-, brúðar-, ljósmynda-, tísku- og samkvæmisförðun. Snyrtifræði er löggilt iðngrein.