Áhrif veikinda, slysa eða orlofs á orlofsrétt

Í orlofslögunum segir að sá tími sem menn eru frá vinnu vegna veikinda, slysa eða orlofs teljist vinnutími í þessu sambandi. Hefur þetta verið skýrt þannig að starfsmaður vinni sér inn rétt til orlofs, það er frísins á meðan hann er á launaskrá vegna veikinda, slysa eða orlofs. Hafi hann hins vegar fullnýtt sér veikinda- eða slysarétt sinn telst sá tími sem hann er frá störfum ekki til innvinnslutímabils orlofs. Sama gildir um launalaust leyfi sem starfsmaður fær.