Matartími

Hádegismatartími er ein klst. Á tímabilinu frá kl. 11:30 til kl. 13:30 og telst hann ekki til vinnutíma. Starfsmenn og atvinnurekandi á hverjum vinnustað skulu gera með sér samkomulag um nánari tímasetningu á matarhléum. Heimilt er með samkomulagi að taka upp styttri matarhlé.

Ef unnið er í hádegismatartíma eða á morgun- eða síðdegiskaffitímum skal það greitt sem yfirvinna. Sé aðeins hluti matar- eða kaffitíma unninn greiðist yfirvinnukaup sem því nemur.

Þar sem neysluhlé hafa verið stytt eða aflögð og viðverutími á vinnustað styttur af þeim sökum getur kvöldmatarhlé færst fram allt til klukkan 18:99, enda sé þá tekið matarhlé og vinnu haldið áfram að hléi loknu.