Iðnfræðingar

Iðnfræðingar starfa víða í atvinnulífinu við ýmis konar sérfræði- og tæknistörf oft við hlið verk- og tæknifræðinga við hönnun, ráðgjöf eða kennslu.

Helstu verkefni

  • Byggingariðnfræðingar
    • starfa hjá verktakastofum- eða fyrirtækjum, við byggingaeftirlit eða stjórnun á byggingastað.
  • Véliðnfræðingar
    • starfa á verkfræðistofum, orku- eða framleiðslufyrirtækjum, við hönnun, uppsetningu og eftirlit með vélbúnaði.
  • Rafiðnfræðingar
    • starfa á verkfræðistofum, orku- eða framleiðslufyrirtækjum við hönnun raflagna og við  uppsetningu rafmagns- og stýrikerfa.