Val á trúnaðarmanni
Samkvæmt 9. gr. laga nr. 80/1938 skal velja trúnaðarmenn þannig að á hverri vinnustöð, þar sem að minnsta kosti 5 menn vinna, hafi stjórn stéttarfélags þess sem á staðnum er í viðkomandi starfsgrein rétt til að tilnefna 2 menn til trúnaðarmannsstarfa, úr hópi þeirra, sem á staðnum vinna.
Skal atvinnurekandi samþykkja síðan annan þeirra sem trúnaðarmann stéttarfélagsins á vinnustöðinni. Meginreglan skv. lögunum er með öðrum orðum sú, að trúnaðarmenn eru ekki kjörnir heldur tilnefndir og síðan skipaðir af viðkomandi stéttarfélagi. Nánar hér.