Trúnaðarmenn stéttarfélaga

Ákvæði um trúnaðarmenn í kjarasamningum komu fyrst inn í samningum verktaka Sogsvirkjunar og Vinnuveitendafélagsins 1935, en fyrir þann tíma höfðu sum íslensku verkalýðsfélaganna átt sína eigin trúnaðarmenn á stærri vinnustöðum. Þeir voru nánast umboðsmenn félagsstjórnanna gagnvart félagsmönnum, oft stjórnarmenn eða hinir virkustu í félagsstarfinu.