Reglugerð vinnudeilusjóðs

Reglugerð vinnudeilusjóðs Félags iðn og tæknigreina – FIT

1. grein
Sjóðurinn heitir Vinnudeilusjóður FIT.


2. grein

Tilgangur sjóðsins er að styrkja félagsmenn í vinnustöðvunum eða verkbönnum eftir því sem hagur sjóðsins leyfir hverju sinni.


3. grein
Stjórn FIT er jafnframt stjórn sjóðsins.


4. grein

Tekjur sjóðsins skulu vera 0,2% hagnaði félagssjóðs,


5. grein
Nú stendur verkfall lengur en 4 vikur og hagur vinnudeilusjóðs er slæmur eftir lausn verkfalls, er þá sjóðstjórn heimilt að leggja fyrir félagsfund tillögu um sérstakt aukagjald í ákveðinn tíma sem innheimta skal með félagsgjöldum. Gjald þetta skal renna óskert til vinnudeilusjóðs. Gjald þetta skal aldrei vera hærri upphæð en sem nemur hálfu félagsgjaldi.


6. grein
Allar umsóknir um styrk úr sjóðnum skulu vera á eyðublöðum er stjórn sjóðsins lætur gera.


7. grein
Heimilt er félagsmönnum að sækja um styrk úr sjóðnum, er vinnustöðvun eða verkbann hefur staðið yfir í 14 daga. Stjórn sjóðsins getur þó tekið ákvörðun um að stytta þennan tíma.


8. grein
Stjórn sjóðsins skal halda fund fyrir hvert greiðslutímabil, og ákveða hvenær útborgun skal fara fram. Þegar stjórn sjóðsins hefur tekið ákvörðun um styrkveitingu, ber að auglýsa það á skrifstofu félagsins og heimasíðu FIT með 2ja sólarhringa fyrirvara. Útborgun vera á þann hátt sem stjórn ákveður.


9. grein

Stjórn sjóðsins ákveður upphæð styrkja og skal við það taka mið af stærð sjóðsins, ástandi í samningamálum og fjölda umsókna.  Stjórn er heimilt að setja í starfsreglur takamörkun á greiðslum og réttindaávinnslu þeirra sem greiða minna en hálf viðmiðunarlaun iðnaðarmanna eins og þau eru árlega reknuð út af ASÍ. sbr. 11. grein laga.


10. grein
Þeir sem sinna sjálfboðaliðs störfum fyrir félagið í vinnustöðvunum eða verkbönnum skulu ganga fyrir um styrk úr vinnudeilusjóði ef þörf er á forgangsröðun.

Sjálfboða vinna við framkvæmd á vinnustöðvunum eða verk bönnum veitir félagsmönnum forgang
ef þörf er á að forgangsraða vegna styrkja úr sjóðnum.

11. grein
Heimilt er sjóðstjórn að nota fé úr sjóðnum til reksturs vinnustöðvana, svo sem til verkfallsvörslu.


12. grein
Engar greiðslur er heimilt að greiða úr sjóðnum eftir lausn vinnustöðvana.  Ef 4% félagsmanna hafa átt í langvarandi atvinnuleysi er stjórn sjóðsins heimilt að veita fé í Menntasjóð FIT, þó aldrei meira en 20% af höfuðstól á þriggja ára fresti.


13. grein
Rétt til styrks úr sjóðnum hafa þeir einir sem uppfylla eftirfarandi skilyrði:
Eru fullgildir meðlimir í félaginu og hafa greitt félagsgjald í það minnsta þrjá mánuði.
Eru taldir skuldlausir við félagið.
Eru ekki í óbættri sök við félagið.


14. grein

Vinnudeilusjóður skal greiða til félagssjóðs 5% af tekjum sínum til gerðar ársreiknings og rekstrar.

Ávaxta skal sjóðinn í samræmi við lög félagsins.


15. grein

Halda skal gerðabók yfir styrkveitingar.


16. grein
Ágreiningur vegna meðferðar sjóðsins skal borinn undir lögmætan félagsfund til úrskurðar.


17. grein
Hætti sjóðurinn störfum eða verði lagður niður, ráðstafar aðalfundur félagsins eignum hans.


18. grein
Reikningar sjóðsins skulu endurskoðaðir af endurskoðendum félagsins, birtir með félagsreikningum síðasta árs og bornir undir aðalfund til samþykktar.


19. grein
Reglum þessum má aðeins breyta í samræmi við lög félagsins.

Þannig samþykkt 12.apríl 2003
Þannig breitt á aðalfundi 27.mars 2004
Þannig samræmt á aðalfundi 2. apríl 2005

Þannig samþykkt á aðalfundi 23. mars 2013