Kjarasamningar

Hvað er kjarasamningur?

Kjarasamningur er skriflegur samningur sem gerður er milli stéttarfélags annars vegar og atvinnurekanda, félags atvinnurekanda eða sambands atvinnurekenda hins vegar um kaup og kjör og nær til allra þeirra launamanna sem vinna á félagssviði stéttarfélagsins.

Kjarasamningur kveður á um laun, vinnutíma, yfirvinnu, orlof, veikindarétt, uppsagnarrétt og fleiri atriði sem snerta kjör fólks.

Launþegi verður sjálfur að vita eftir hvaða kjarasamningi er verið að greiða. Þær upplýsingar eiga að koma fram í ráðningasamningi.

Sem dæmi má nefna að atvinnurekendur sem eru félagsmenn í Meistarasambandi byggingamanna verða að greiða eftir samningi Meistarasambandsins og Samiðnar.

ASÍ fjallar ítarlega um kjarasamninga; efni þeirra, gildissvið og túlkun hér.