Menntun trúnaðarmanna

Í núgildandi kjarasamningum (2018) er kveðið á um að trúnaðarmönnum skuli gefinn kostur á að sækja námskeið sem miða að því að gera þá hæfari í starfi. Félagsmálaskóli Alþýðu stendur fyrir umfangsmikilli fræðslustarfsemi fyrir trúnaðarmenn.

Hver trúnaðarmaður hefur rétt á að sækja eitt eða fleiri námskeið sem skipulögð eru af stéttarfélögunum og sem ætlað er að gera trúnaðarmönnum betur kleift að takast á við starf sitt, samtals í eina viku á ári og halda á þeim tíma dagvinnutekjum. Í fyrirtækjum þar sem starfa fleiri en 15 starfsmenn skulu trúnaðarmenn halda dagvinnutekjum í allt að tvær vikur á fyrsta ári. Þetta gildir um einn trúnaðarmann á ári í hverju fyrirtæki séu starfsmenn 5-50 en tvo trúnaðarmenn séu starfsmenn fleiri en 50.

Í þessu felst að starfsmanni skal veitt leyfi á launum frá sínum venjulegu störfum þá daga sem námskeið er sótt. Í því efni skiptir ekki máli þó námskeiðið sé ekki haldið nákvæmlega á vinnutíma hans þá daga. Nánar hér.