Skrúðgarðyrkja

Skrúðgarðyrkja er starfstengt nám á framhaldsskólastigi. Í náminu felst að auka færni og þekkingu er viðkemur nýbyggingu, viðhaldi og endurgerð lóða. Grunnfög í skrúðgarðyrkju eru meðal annars grasafræði, jarðvegsfræði, plöntuþekking á trjám, runnum og garðablómum auk rekstrar- og markaðsfræði. Einnig er farið í sérfög svo sem  skrúðgarðabyggingafræði, skrúðgarðateikningu, umhirðu gróðursvæða og margt fleira.

Skrúðgarðyrkja er löggilt iðngrein. Meðalnámstími er þrjú ár að meðtalinni starfsþjálfun.