Ávinnsla orlofs
Orlof skal vera tveir dagar fyrir hvern unninn mánuð á síðasta orlofsári. Hafi starfsmaður verið í starfi heilt orlofsár á hann því rétt á leyfi og samsvarandi orlofslaunum í 24 virka daga. Hafi hann hins vegar einungis unnið hluta orlofsársins á hann rétt á leyfi frá störfum en einungis hlutfallslegan rétt til orlofslauna. Í greininni segir að við útreikning orlofs, það er leyfisins, skuli reikna hálfan mánuð eða meira sem heilan mánuð en skemmri tími telst ekki með.