Fréttir
Miðstjórn Samiðnar, sambands iðnfélaga, fordæmir þá aðför að réttindum launafólks sem stofnun gervistéttarfélagsins Virðingar felur í sér. Virðing fellur undir skilgreiningu um „gult stéttarfélag“ en slík félög eru stofnuð af atvinnurekendum, stýrt af þeim og starfsmenn þvingaðir til að ganga í þau. Atvinnurekendur gera þannig kjarasamninga við sjálfa sig og ákveða kjör starfsfólks síns einhliða. Samiðn lýsir yfir fullum stuðningi við baráttu Eflingar gegn þessum launagreiðendasamtökum og skilyrðislausri samstöðu með launafólki í veitingageiranum. Samiðn styður réttindabaráttu launafólks við gerð raunverulegra kjarasamninga. Miðstjórn Samiðnar
Lesa grein