Fréttir
„Þetta heppnaðist alveg ótrúlega vel“
BL sá um keppni í bifreiðasmíði, bílamálun og bifvélavirkjun á Íslandsmóti iðn- og verkgreina
„Í ár fengum við það verkefni að sjá um keppnirnar í bifreiðasmíði, bílamálun og bifvélavirkjun á Íslandsmótinu. Starfsmenn okkar sáu um framkvæmdina – allt frá undirbúningi verkefna yfir í að útvega tækjabúnað og verkfæri. Þetta var heilmikil vinna og við lögðum mikið upp úr því að verkefnin endurspegluðu raunveruleg dagleg verkefni á verkstæðinu,“ segir Reynir Örn Harðarson, sem starfað hefur hjá BL í sautján ár. „Við lögðum áherslu á fjölbreytni – keppendur unnu meðal annars með samskeytingu og suðu, bæði í stáli, kopar og áli. Við lögðum einnig fyrir keppendur plastviðgerðir og réttingar, bæði með handverkfærum og tækjabúnaði. Í máluninni...
Lesa grein