Húsasmíði

Meðalnámstími er fjögur ár að meðtöldu grunnnámi

Húsasmíði er löggilt iðngrein. Meðalnámstími er fjögur ár að meðtöldu grunnnámi bygginga- og mannvirkjagreina, samtals fimm annir í skóla og 72 vikna starfsþjálfun.

Meginmarkmið með námi í húsasmíði er að nemendur öðlist skilning, þekkingu og færni til að sinna allri smíðavinnu í bygginga- og mannvirkjaiðnaði hvort sem er verkstæðis- og innréttingavinna, úti- og innivinna á byggingastað eða viðgerða- og breytingavinna.

Náminu lýkur með sveinsprófi er veitir rétt til starfa í iðninni og til inngöngu í nám til iðnmeistaraprófs.