Áhrif fæðingarorlofs

Samkvæmt 2. mgr. 14. gr. laga um fæðingar- og foreldraorlof reiknast fæðingarorlof til starfstíma við mat á starfstengdum réttindum, svo sem rétti til orlofstöku og lengingar orlofs samkvæmt kjarasamningum, starfsaldurshækkana, veikindaréttar, uppsagnarfrests og réttar til atvinnuleysisbóta.

Fæðingarorlof telst til unnins tíma við útreikning orlofsréttar, það er réttar til frítöku en ekki til orlofslauna. Það á við um almennan vinnumarkað en á opinberum vinnumarkaði ávinnst bæði frítökuréttur og greiðsluréttur. Það þýðir að starfsmaður á almennum vinnumarkaði sem hefur verið í 6 mánuði í fæðingarorlofi á rétt til 24 daga orlofs en einungis rétt til orlofsgreiðslna vegna 12 daga.