Launahækkanir
Í kjarasamningum er oftast samið um hækkanir launa. Oft er hvoru tveggja samið um almennar launahækkanir og hækkanir launataxta.
- Almennar launahækkanir leggjast ofan á laun allra – líka þeirra sem hafa áður samið um laun sín, nema þeir hafi sérstaklega samið af sér hækkanir.
- Taxtahækkanir eru hækkanir á lágmarkslaunum og ná ekki til þeirra sem hafa hærri laun en taxtarnir kveða á um. Mikilvægt er að fylgjast með þegar maður á að hækka um launaflokk, eftir því sem starfsaldur eða menntun kveður á um.
- Launafólk á rétt á launaviðtali einu sinni á ári, þar sem það getur beðið yfirmenn/stjórnendur um hærri laun. Gott er að undirbúa slíkt viðtal gaumgæfilega.