Styrkir úr Sjúkrasjóði FIT

Greiðsludagur styrkja úr sjúkrasjóði er næsta þriðjudag eftir að umsókn hefur verið tekin til afgreiðslu og samþykkt. Greiðsla sjúkradagpeninga og dánarbóta er í lok mánaðar.

Athugið að kvittun (reikningur) má ekki vera eldri en 6 mánaða og þarf að vera fullgild (það er með dagsetningu og stimpli eða merki viðkomandi fyrirtækis). Einnig þarf að koma fram nafn og kennitala viðkomandi félagsmanns.

Sjúkradagpeningar

Til að sækja um sjúkradagpeninga þarf að skila:

 

Þetta er hægt að senda í tölvupósti til sjukra@fit.is merkt Dagpeningar

EYÐUBLÖÐ

Líkamsræktarstyrkur

Greitt er 60% af upphæð að hámarki kr. 50.000 á hverju 12 mánaða tímabili.
Með líkamsrækt er m.a. átt við sund, reglulega þjálfun í viðurkenndri líkamsræktarstöð, hjá íþróttafélagi, golfklúbbi eða skíðafélagi o.fl.
Stöðin/skólinn/félagið skal vera lögaðili með kennitölu, fast heimilisfang og fasta aðstöðu.

Fylgigögn með umsókn:
Reikningur og greiðslukvittun.

SÆKJA UM

Sjúkraþjálfun

Greitt er 40% af hluta sjúklings eftir að Sjúkratryggingar hafa greitt sinn hlut af sjúkraþjálfun.
Hámarksgreiðsla er 82.500 kr. á hverju 12 mánaða tímabili.

Fylgigögn með umsókn
Reikningur og greiðslukvittun frá sjúkraþjálfara.

SÆKJA UM

Endurhæfing

Greitt er 40% af kostnaði að hámarki 66.000 kr. á hverju 12 mánaða tímabil.
Styrkurinn er veittur vegna endurhæfingar og meðferðar hjá aðila sem hefur starfsleyfi frá Landlækni.
S.s. Sjúkranuddari, osteopati, iðjuþjálfi, hnykkjari/kírópraktor.

Fylgigögn með umsókn
Reikningur og greiðslukvittun frá meðferðaraðila.

SÆKJA UM

Viðtalsmeðferð

Styrkur veittur vegna meðferðar hjá sérfræðingi sem hefur starfsleyfi frá Landlækni s.s. sálfræðingi, félagsráðgjafa, geðlækni eða geðhjúkrunarfræðingi.
Greitt er 40% af kostnaði. Þó er aldrei greitt hærra en 9.900 kr. fyrir hvert skipti.
Hámark er kr. 100.000 á hverjum 12 mánuðum.
Við bendum félagsmönnum góðfúslega á að það er þó aldrei greitt hærri upphæð fyrir þennan lið en sem nemur greiðslu sjóðsfélaga í sjúkrasjóðinn.

Fylgigögn með umsókn:
Reikningur og greiðslukvittun frá meðferðaraðila.

SÆKJA UM

Gleraugu og linsur

Greitt er 50% af upphæð að hámarki kr. 80.000, á hverjum 3 árum.

Fylgigögn með umsókn:
Reikningur og greiðslukvittun.

SÆKJA UM

Krabbameinsleit

Krabbameinsskoðun er greidd að fullu að hámarki kr. 33.000 á hverjum 12 mánuðum.

Fylgigögn með umsókn:
Reikningur og greiðslukvittun frá rannsóknaraðila.

SÆKJA UM

Hjartavernd

Hjartarannsókn er greidd af fullu þó að hámarki 33.000 kr. á hverju 12 mánaða tímabili.

Fylgigögn með umsókn:
Reikningur og greiðslukvittun.

SÆKJA UM

Heyrnartæki

Styrkur er veittur vegna kaupa á heyrnartækjum.
Greitt er 40% af kostnaði ef kostnaður er hærri en 110.000.
Hámark styrks er 110.000 kr. hverjum 3 árum.
Við bendum félagsmönnum góðfúslega á að það er þó aldrei greitt hærri upphæð fyrir þennan lið en sem nemur greiðslu sjóðsfélaga í sjúkrasjóðinn.

Fylgigögn með umsókn:
Reikningur og greiðslukvittun.
Yfirlit frá Sjúkratryggingum Íslands sjukra.is

SÆKJA UM

Lækniskostnaður

Greitt er 40% af kostnaði, ef kostnaður er hærri en 110.000 kr.

Hámark styrks er kr. 110.000 á hverjum 3 árum.
Hér undir fellur einnig laseraðgerð, augasteinaskipti og dvöl á heilsustofnun.
Ekki er greitt vegna fegrunaraðgerða, lyfjakostnaðar, tannlækninga og tannviðgerða.
Við bendum félagsmönnum góðfúslega á að það er þó aldrei greitt hærri upphæð fyrir þennan lið en sem nemur greiðslu sjóðsfélaga í sjúkrasjóðinn.

Fylgigögn með umsókn:
Reikningur og greiðslukvittun fyrir lækniskostnaði.
Yfirlit frá Sjúkratryggingum Íslands sjukra.is

SÆKJA UM

Fæðingarstyrkur

Hámarksstyrkur er kr. 154.000 vegna hvers barns en miðað er við starfshlutfall foreldris.
Hámarksstyrkur er veittur þeim sem er í 100% starfi og hefur greitt til félagsins síðustu 12. mánuði fyrir fæðingu barns.
Báðir foreldrar eiga rétt séu þeir aðilar að sjóðnum og uppfylla skilyrði um sjóðsaðild.
Ef barn fæðist andvana eftir 18 vikna meðgöngu greiðist 50% af styrk.
Við bendum félagsmönnum góðfúslega á að það er þó aldrei greitt hærri upphæð fyrir þennan lið en sem nemur greiðslu sjóðsfélaga í sjúkrasjóðinn.

Fylgigögn með umsókn:
Fæðingarvottorð/Ættleiðingarvottorð.

SÆKJA UM

Frjósemismeðferð

Greitt er 40% af upphæð að hámarki kr. 110.000, fyrir alls 4 meðferðir.
Ekki greidd lyf og eftirlit.
Við bendum félagsmönnum góðfúslega á að það er þó aldrei greitt hærri upphæð fyrir þennan lið en sem nemur greiðslu sjóðsfélaga í sjúkrasjóðinn.

Fylgigögn með umsókn:
Reikningur og greiðslukvittun frá meðferðaraðila.

SÆKJA UM 

Stoðtæki

Greitt er 50% af upphæð vegna stoðtækja s.s. innleggja í skó, hækja og annarra stoðtækja sem leiða til þess að viðkomandi geti stundað vinnu sína.
Hámark greiðslu er kr. 33.000 á hverjum 3 árum.
Göngugreining er ekki greidd.

Fylgigögn með umsókn:
Reikningur og greiðslukvittun

SÆKJA UM

Útfararstyrkur

  • Til að sækja um útfararstyrk þarf að skila eftirfarandi:
  • Útfylltri umsókn
  • Vottorð frá sýslumanni um framvindu skipta

Þetta má senda í tölvupósti á netfangið sjukra@fit.is, merkt útfararstyrkur.

SÆKJA UM

Eyðublöð fyrir sjúkradagpeninga, menntasjóð og fleira